fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Kristinn telur Sigríði bera ábyrgð á uppsögninni: „Þetta er eiginlega alveg írónískt, næstum bara fyndið ef þetta væri ekki grátlegt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 13. júní 2019 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor við Háskólann í Reykjavík (HR), hefur stefnt fyrrum vinnuveitanda sínum fyrir dóm vegna uppsagnar hans, sem hann telur ólögmæta og hafa valdið honum miklum skaða. Krefst hann greiðslu skaðabóta sem svari til launa sem hann hefði fengið greidd fyrir vinnu sína þar til hann færi á eftirlaun eftir 6 ár.  Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Kristinn var boðaður á fund í HR þann 4. október síðast liðinn þar sem honum var gefinn kostur á að skrifa undir starfslokasamning eða taka við uppsagnabréfi. Tilefni fundarins voru ummæli sem Kristinn hafði látið falla inn á Facebook-hópnum Karlmennskuspjallið, þar sem hann lýsti því yfir að rétt væri að vinnustaðir aðskildu kven- og karlkynsstarfsmenn, og mikið hefur verið fjallað um.

Sjá einnig: 

Lektor við HR segir konur eyðileggja vinnustað karla

Kristinn fékk tvo valkosti hjá Sigríði

Telja Sigríði bera ábyrgð á uppsögninni

Fyrir dómi létu bæði Kristinn og lögmaður hans, Jón Steinar Gunnlaugsson, að því liggja að fundurinn og uppsögnin ætti rætur að rekja til mannauðsstjórans Sigríðar Elínar Guðlaugsdóttur. Hún væri greinilega kona sem væri annt um baráttu kynjanna og meðal annars meðlimur í hópnum Karlar gera merkilega hluti  þar sem umfjöllun fjölmiðla um karla er höfð að háði.

Í málfutningsræðu sinni gagnrýndi Jón Steinar, sem kallar málið: Upphlaup út af umfjöllun í DV, að Kristni hefði verið vikið úr starfi vegna ummæla sinna á Karlmennskuspjallinu á meðan mannauðsstjóri fengi engar ávítur fyrir aðild sína að hóp sem fjallaði um karlahatur. Umræða hópanna sé sambærileg og því ættu starfsmenn að vera beittir sambærilegum viðurlögum.

„Ég er að nefna þetta vegna þess að starfsmannastjórinn hjá stefnda, sem tekur beinann þátt í máli stefnanda, er sjálfur þátttakandi á vettvangi þar sem þetta á sér stað.“

„Skemmst frá því að segja að orðsóðaskapurinn sem þarna er að finna á þessari síðu mannauðsstjórans er auðvitað afar svæsinn og auðvitað stenst enga samlíkingu við það sem olli því að stefnandi var rekinn úr vinnunni.“

„Það er verið að pikka stefnanda út úr, kannski fyrir tilverknað þessa starfsmanns og beita hann einhverjum viðurlögum, brottrekstri úr starfi hvorki meira og minna.“

Til að benda á þá umræðu, eða „orðsóðaskap“ sem á sér stað innann Karlar sem gera merkilega hluti nefndi Jón Steinar ummæli um hann sjálfan, sem þar hefðiu fallið og hópurinn í kjölfarið beðist afsökunnar á.

„Miklu miklu grófari ummæli heldur en stefnandi máls hefur nokkur tímann gerst sekur um.“

„Þetta er eiginlega alveg írónískt, næstum bara fyndið ef þetta væri ekki grátlegt. Að það skuli vera aðalsamverkamaðurinn í því að reka stefnanda úr starfi“

„Að taka þátt í þessum sóðaskap sem var á þessari síðu, sem var bara hræðilegur bara. Að fólk í þessu samfélagi geti leyft sér að tala til bræðra sína í samfélginu með þessum hætti er hræðilegt.“

Dómari og lögmaður HR áttu erfitt með að skilja hvernig umfjöllun um Jón Steinar sjálfan tengdist máli Kristins. Mannauðsstjórinn mætti sjálf fyrir dóm og svaraði meðal annars fyrir aðild sína að hópnum. Hún sagði að allt sem þar færi fram sé í hæðni og gríni og ekki beint gegn karlmönnunum sjálfum, heldur umfjöllun um þá.

„Ég les ekki einu sinni allt og ég hef ekki séð neitt hatur, eða látið út úr mér neitt hatur þarna, þetta er góðlátlegt grín til að benda á hvað fjölmiðlaumræða er oft skökk.

Ekki bara ein ummæli

Í aðilaskýrslu rektors tók hann fram að það væru ekki þessi einu ummæli sem væru ástæða uppsagnarinnar.

„Við í yfirstjórn HR höfum það hlutverk að fylgjast með því hvernig starfsmönnum líður, hvernig nemendum líður og þegar það er komið á þann stað, og það er aldrei eitt atvik sem veldur því þegar það er komið á þann stað að betra sé fyrir vinnustaðinn að ljúka starfssambandinu. 

Til að mynda hefði verið nefnt við Kristinn að óviðeigandi brandarar ættu ekki við í kennslu. Nemendur hefði kvartað undan klúrum bröndurum og liðið óþægilega vegna þeirra.

„Þetta snýst ekki um ein ummæli, heldur snýst þetta um stærri mynd. 

Var Kristinn opinber starfsmaður?

Helsta ástæða þess að Kristinn telur uppsögnina ólögmæta er sú að hann telur sig hafa notið stöðu opinbers starfsmanns og því takmarkanir á heimildum til að segja honum upp. Til að mynda þurfi opinberir starfsmenn að vera áminntir í starfi eða gerast gróflega brotlegir gegn starfsskyldum sínum, áður en ráðningarsambandi má slíta. Kristinn hefði notið þeirrar stöðu sem lektor við Tækniháskólann og haldið henni við sameininguna við HR.

Þessari málsástæðu hafnar HR. Kristinn hefði aldrei minnst á það við yfirmenn sína að hann teldi sig njóta þeirra réttinda, ekki einu sinni á þeim fundi þar sem honum var sagt upp störfum. Rétt væri að Tækniháskólinn hefði með lögum verið lagður niður og starfsmönnum tilkynnt með fullnægjandi hætti að nú færi um réttindi þeirra samkvæmt ráðningarsamning, kjarasamning og almennum reglum vinnuréttar.

Samkvæmt almennum reglum vinnuréttar þá hafi vinnuveitandi fullt frelsi til að segja upp starfsmönnum nema þeim sé sérstaklega tryggð vernd með lögum. Lögbundin vernd samkvæmt þessu er til að mynda trúnaðarmenn vinnustaðar, barnshafandi konur og foreldrar í fæðingarorlofi. Því hafi HR mátt reka Kristin einfaldlega á grundvelli gagnkvæmrar uppsagnarheimildar ráðningarsamnings, án ástæðna og án þess að rökstyðja það sérstaklega.  Tjáningarfrelsi einstaklinga veiti þeim ekki fortakslausan rétt til að segja það sem þeim sýnist án afleiðinga. Þeir hafi heimild til að segja hvað sem er, en verði þá að taka afleiðingum orða sinna.

„Tjáningarfrelsið felur ekki í sér að maður geti gengið að því að vísu að allir vilji hafa mann í vinnu,“ sagði Eva. 

 

Sjá einnig: 

Ógæfa Kristins að vera holdgervingur úreltra karlrembuviðhorfa – „Mannfjandsamlegt samfélag“

Hérna eru 16 vafasöm ummæli Kristins síðustu ár:„Mig sem langaði að vera áfram karlremba“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni