fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
Fréttir

Ragnar Snær og Fanney blása á kjaftasögurnar – „Ég skil ekki hvernig fólk hefur í hjarta sér að gera svona“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. júní 2019 15:45

Mynd: Skjáskot visir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanney Eiríksdóttir var gengin 20 vikur á leið með annað barn sitt, þegar hún fékk þá niðurstöðu  að hún væri með krabbamein. Fanney ákvað að halda barninu og fæddist henni og manni hennar, Ragnari Snæ Njálssyni, heilbrigður drengur.

Eftir að Erik Fjólar fæddist í lok september í fyrra hélt Fanney áfram meðferð og er enn í henni.

Einstaklingar og fjölmiðlar hafa fylgst með ferlinu, enda parið opinskátt um veikindi Fanneyjar og ferlið allt á samfélagsmiðlum. Fjöldi safnana hefur verið haldið fyrir fjölskylduna, meðal annars Hressleikarnir sem líkamsræktin Hress í Hafnarfirði heldur árlega.

Styrktarreikningur var stofnaður fyrir fjölskylduna og í gær og í dag birti Ragnar Snær fjölda færslna á Instagram í story þar sem hann svarar fyrir kjaftasögur, sem ganga um parið að fjármunir sem lagðir hafa verið inn á þau hafi farið í annað en veikindi Fanneyjar.

„Fólk má endilega hlusta vel á það sem við höfum að segja í næstu vídeóum,“ byrjar Ragnar Snær, þar sem hann situr við sjúkrarúm Fanneyjar, sem hvílir nú á líknardeildinni í Kópavogi. Að sögn Ragnars fór hún í aðgerð í gær sem gekk vel og þau vona það besta í framhaldinu.

„Hlutir sem hneyksla okkur, særa og valda hugarangri,“ segir Ragnar um sögurnar sem ganga um þau. „Við erum ekki þekkt fyrir að leika einhver fórnarlömb, en þegar kemur að svona þarf að draga skýra línu og koma í veg fyrir kjaftæði. Við eigum nokkra góða vini sem eru sannir.

Við erum með upplýsingar um að umræða hafi verið um að styrkirnir sem renna til okkar séu ekki að fara á réttu staðina. Maður fær sting fyrir brjóstið þegar maður heyrir eitthvað svona og liggur við að manni verði óglatt. Hlutirnir sem við erum að heyra eru vægast sagt nastí, við ætlum ekki að fara á sama level og kalla einhverja íslendinga illum nöfnum, en það verður að segjast að þær siðblindu sálarlausu mannleysur sem koma einhverju svona af stað við hreinlega vitum ekki hvað við eigum að segja við þær.“

Ragnar segir meirihluta fylgjenda þeirra á samfélagsmiðlum bera ekkert nema hlýhug til þeirra og parið til þeirra, hins vegar séu nokkur rotin epli sem skemmi fyrir öllum hinum.

„Við höfum verið opin með ferlið af því það gefur okkur kraft,“ segir Ragnar. „Við einfaldlega höfum ekki orku til að setja fókus í svona hluti. Það liggur í augum uppi að 100% af okkar fókus er á þessu verkefni sem er hér í gangi. Það er búið að þjarma að okkur og ýta okkur upp að vegg.“

 

View this post on Instagram

 

Það er ekki einum þræði í öllum mínum líkama sem finnst ekki mjög óþægilegt að setja þetta inn og biðja um þetta ? Það verður að hafa það. Oft er þörf, nú er alger nauðsyn ?? Við erum komin með styrktarfélag utan um okkar mál. Nú náum við upp smá bata, hvíld og stöðugleika næstu vikurnar hér í Kópavogi. Við ætlum okkur svo sigur og ýmis plön hafa lengi verið í pípunum, en eins og alltaf þá kostar það peninga. Mikla peninga ? Við biðjum um hjálp við að láta kraftaverkið ganga upp ? VÆRI ÓTRÚLEGA VEL ÞEGIÐ EF ÞIÐ GÆTUÐ POSTAÐ ÞESSU Í YKKAR EIGIÐ STORY. Með von, trú, ást og endalausu þakklæti héðan úr Kóp. F+R ??????❤️❤️❤️ #FyrirFanney #SamanViðSigrum

A post shared by Ragnar Njálsson (@ragnarnjalsson) on

Innlögn Fanneyjar á líknardeild ekki endastöð

„Við erum á síðasta séns með veikindi Fanneyjar, við áttum okkur á því, en líka á því að við getum sigrað og við trúum á það,“ segir Ragnar og bætir við að vel geti verið að einhverjir hafi þá skoðun að innlögn hennar á líknardeildina sé einhver endastöð. „Við höfum ekki eina mínútu hugsað þannig. Við eigum mjög sterkt bakland og höfum fengið mikinn stuðning, fyrir það erum við óendanlega þakklát.“

Ragnar segir parið hafa stofnað styrktarfélag í samvinnu við bókara sem langa reynslu hafi af slíku.

„Við könnumst engan veginn við stjarnfræðilegar tölur og tölur sem eru ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. Við færðum styrki sem lagðir voru inn á Fanneyju yfir á styrktarfélagið, síðan höfum við fengið lægri upphæðir frá einstaklingum og síðan hafa stór félagasamtök stutt okkur um helminginn af þeirri upphæð sem ég sýni ykkur á eftir. Við munum sýna lýsingu á félaginu, til hvers og hvenær það var stofnað, og yfirlit sem sýna að það hafa engar útborganir verið, bara innborganir.

Það er engin ástæða fyrir okkur til að sýna þetta, en þegar einhverjir aðilar ætla að standa í svona þá viljum við hreinsa það út af borðinu.

Við eigum bæði að hafa farið óvarlega með fjármuni og ég átti að hafa notað féð til að kaupa hitt og þetta, eitthvað sem ég hef aldrei keypt á ævinni og myndi aldrei gera. Við viljum hafa allt á hreinu og upp á yfirborðinu fyrst að fók vill standa í þessu.“

„Staðan er upp á líf og dauða hérna megin“

Ragnar segir að þau vilji slá á þetta rugl og þennan þvætting strax. „Við viljum ekki hafa þetta hangandi yfir okkur næstu daga vikur þegar þetta er upp á líf og dauða hérna megin. Ég veit að langfæstir geta sett sig í þau spor en verða að gera það núna og hafa smá manndóm í sér til að draga úr svona bulli og vitleysu. Svona hegðun er algjörlega ófyrigefanleg og ólýsanlega særandi .

Við erum ótrúlega sterk við munum ekki láta þetta brjóta okkur en það liggur í augum uppi að þetta er ekki að hjálpa til í okkar aðstæðum. Ég skil ekki hvernig fólk hefur í hjarta sér að gera svona.

Safnanir haldnar án samþykkis Fanneyjar og Ragnars

Staðan framundan snýst um ró og hvíld að sögn Ragnars, en síðan er planið að fara alla leið.

„Planið var síðan að styðja við aðra sem munu lenda í svipuðum sporum, það kemur fram í lýsingunni, en sennilega er búið að eyðileggja það af nokkrum rasshausum, áfram gakk.

Þetta eru um 4,4 milljónir sem við erum óendanlega þakklát fyrir. Í fyrsta skipti fyrir stuttu settum við inn að fyrra bragði ákall um hjálp og settum inn reikningsnúmerið. Hingað til hafa alls konar aðilar notað okkar nafn og meira að segja án okkar leyfis eða að nefna það eitthvað við okkur og í mörgum tilvikum höfum við ekki séð krónu af því sem átti að safnast. Það hlýtur að teljast athyglisvert að það sé verið að nota okkar nafn ítrekað til að fá athygli út á okkur, veikindi Fanneyjar og þá stöðu sem við erum í. Tek fram að flestir hafa gert það mjög vel og með okkar leyfi, haldið frábæra viðburði sem við höfum tekið þátt í og mætt á.“

Ragnar tekur fram að þau séu ekki skyldug til að birta upplýsingar um reikninginn, en þau vilji gera það þar sem þau vilja vera hrein og bein.

„Við elskum ykkur langflest, ekki skemmdu eplin akkúrat núna, en við viljum þakka innilega fyrir samfylgdina, allan stuðninginn, alla hjálpina, við værum þakklát fyrir meiri hjálp, við látum ekki nokkra rasshausa skemma þetta fyrir okkur. Við sigrum saman.“

Í lokin segir Ragnar að þau muni leyfa færslu hans að vera inni í sólarhring, en þau muni í framhaldinu líklega ekki setja mikið inn og jafnvel hætta að setja færslur á samfélagsmiðla inn.

„Við höfum einfaldlega ekki orku eða áhuga á því. Áfram þið, áfram við, allir saman, samheldni, ást, kærleikur, hlýja, allt sem við höfum alla tíð staðið fyrir og munum aldrei hætta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Smitrakningar smáforrit verður tilbúið á morgun – Byggir á tvöföldu samþykki

Smitrakningar smáforrit verður tilbúið á morgun – Byggir á tvöföldu samþykki
Fréttir
Í gær

Lögreglan óskar eftir þinni aðstoð – Hefur þú séð þennan bíl?

Lögreglan óskar eftir þinni aðstoð – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar langveikra barna fá ekki greitt fyrir verndarsóttkví þrátt fyrir ráðleggingar Landlæknis

Foreldrar langveikra barna fá ekki greitt fyrir verndarsóttkví þrátt fyrir ráðleggingar Landlæknis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landhelgisgæslan flaug með COVID-19 sýni

Landhelgisgæslan flaug með COVID-19 sýni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur fæddi barn í Rússlandi en maðurinn hennar fær hvorki að sjá hana né barnið: „100% sammála þessum aðgerðum“

Hildur fæddi barn í Rússlandi en maðurinn hennar fær hvorki að sjá hana né barnið: „100% sammála þessum aðgerðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

30 refsidómar gætu fyrnst á árinu

30 refsidómar gætu fyrnst á árinu