fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Nágrannarnir að gera Guðna Má brjálaðan – Íhugar að kaupa eitur: „Þegiðu helvítis hálfvitinn þinn“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. maí 2019 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Már Henningsson, einn af okkar vinsælustu útvarpsmönnum, flutti um árið á Kanarí. Af stöðufærslu að dæma sem hann birtir í dag þá er lífið í sólinni ekki eintóm sæla. Guðni Már segir að hundar séu þar að gera hann brjálaðan og íhugar hann að eitra fyrir þeim. Líklegast er að Guðni Már sé þó að spauga.

„Mér er frekar illa við hunda og enn ver við ketti. Geltandi skrípi eru gjörsamlega óþolandi. Tveir slíkir eru nýfluttir í götuna mína og annar þeirra í íbúð hvers svalir liggja að stofugluggum mínum. Dimmraddað kvikindi sem fer aldrei lengra út en á svalirnar. Þar hefst bévítans geltið og getur staðið í eina klukkustund eða meira. Aldrei geltir hann inni hjá sér. Hann þagnar öðruhvoru er ég öskra á hann á íslensku „þegiðu helvítis hálfvitinn þinn“. Ekki er ég viss um að skrípið skilji þetta því hann hefur upp sína ófögru rödd innan skamms,“ segir Guðni Már.

Hann segist hafa íhugað að kaupa eitur. „Þá tekur hitt gerpið undir og þeir geltast á í töluverðan tíma. Það hundspott er tenór og þar afleiðandi ákaflega leiðinlegur. Í huganum hef ég matreidd kjötstykki með arseniki en því miður veit ég ekki hvar ég get fengið slíkt til að gæða hundkvikindunum á. Það þarf ekki lyfseðil fyrir mörg lyf hérna á Kanarí, lyf sem kosta ferð til heimilislæknis á Íslandi sem skrifar seðil á nóinu og fær fyrir það marga þúsundkalla. Ég held þó að ég geti ekki farið í næstu farmasíu og beðið um arsenik til eigin nota,“ segir Guðni Már.

Langar í hátíðniblístru

Hann segist þó hættur við það. „Fyrir utan það að orðið sjálft minnir of mikið á Arsenal sem er nánast bannorð á mínu heimili. Ég þarf að komast yfir hátíðniblístru til að flauta á helvítis kvikindin. Ég veit að slíkar blístrur eru seldar á Íslandi. Getur einhver keypt slíkt fyrir mig og sent mér? Að sjálfsögðu mun ég glaður borga þann kostnað sem því fylgir. En ég er samt ekki búinn að gefast upp á hugmyndinni um arsenikið. Annar galli er reyndar á þeirri hugmynd, það er ekki heiglum hent að gefa þeim málsverð,“ segir Guðni Már.

Eitt hefur hann þó reynt og það er að vera með meiri læti en hundarnir. „Ég er búinn að pæla í allskyns víraflækjum og kláfum en það gengur líklega ekki upp. Til þess þyrfti ég að vera búinn hæfileikum Súpermanns, sem ég hef ekki. Ég er ekki einu sinni syndur. Og þó að væri kæmi það að engum notum því andskotarnir báðir búa á þriðju hæð. Í sitt hvoru húsinu. Báðir þykjast þeir vera hæstráðendur yfir götunni. Þeir geta ekki sýnt það í verki með því að spræna í hvert skúmaskot og og við hverjar útidyr og því verða þeir að þykjast vera eitthvað út á altani hjá sér. Með hávaða,“ segir Guðni Már.

Vaknar dauðþreyttur

Hann segir að mismunandi tónlistarmenn hafi haft misjöfn áhrif. „Ég hef reynt að opna gluggann hjá mér upp á gátt og spila Tom Waits í botni. Stundarkorn þagna þeir á meðan boðskapurinn smýgur inn í hnetuna á þeim en sá boðskapur hefur farið í einhverja gráa sellu sem virkar ekki því brátt taka þeir undir með þessum mikla meistara.Næst reyndi ég Dylan en var svo óheppinn að fyrsta lagið sem ég spilaði með honum var If dogs run free. Þeir tóku samstundis undir. Ég prófaði Stones. Engin áhrif á hin geltandi svín. Ekki heldur Kris Kristofferson. Ég held eiginlega að þeir hafi ekki heyrt í honum sama hversu hátt ég kynnti græjurnar. Það varð loks augséð að þetta voru ekki músikalskir hundar því þeir fussuðu meira að segja við Louis Armstrong. Þá hætti ég þessari tilraun,“ segir Guðni Már.

Hann segist vera farinn að dreyma hundana á nóttinni. „Hélt þess í stað áfram að öskra á þá “ þegið þið helvítis fíflin ykkar“ og það dugði í smástund. Kanski að þetta séu einhver skandinavísk afbrigð af hundaflórunni. En ég er spenntur fyrir hundablístrunni. Ég biðla til allra sem er ekki sama um andlega líðan mína. Ef þið hafið tíma til að kaupa svona lagað fyrir mig yrði ég afspyrnuglaður. Ég er meira að segja farinn að dreyma þessi kvikyndi á nóttunni. Þeir standa þá á sviði með sitthvorn míkrafóninn og eru í geltsamkeppni þar sem hvorugur vinnur. Ég vakna dauðþreyttur á sál og líkama og mín fyrsta hugsun er; arsenik,“ segir Guðni Már að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða