Kanadískur yfirmaður á freigátunni HMCS Halifax hefur verið ákærður fyrir að brjóta kynferðislega á öðrum meðlimi kanadíska hersins. Atvikið átti sér stað í Reykjavík á síðasta ári.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá kanadíska ríkinu heitir maðurinn Craig Brown og var hann liðsforingi á freigátunni. Meint kynferðisbrot er sagt hafa átt sér stað í skipinu meðan það var við höfn í Reykjavík síðastliðinn október.