fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Bjarney skipuð yfirlögregluþjónn fyrst kvenna á Íslandi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 10. maí 2019 10:10

Bjarney S. Annelsdóttir tekur við skipunarbréfinu úr hendi Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarney S. Annelsdóttir hefur verið skipuð yfirlögregluþjónn við embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hún er fyrst kvenna til að gegna því embætti hér á landi. Bjarney leiðir rannsóknardeild og almenna deild embættisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Bjarney byrjaði árið 1999 í afleysingum hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli árið 1999. Fjórum árum síðar útskrifaðist hún úr Lögregluskóla ríkisins og árið 2007 fór hún að kenna við skólann. Árið 2013 tók hún við sem aðalvarðstjóri við embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum, varð settur aðstoðaryfirlögregluþjónn 2017 og tekur nú við sem yfirlögregluþjónn.

Hún hefur, auk námsins í Lögregluskólanum, lokið rekstrarfræði og viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst, íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands og þar að auki hefur hún lokið fjölda starfstengdra námskeiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða