fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Lýsa skaðabótaábyrgð á hendur Isavia vegna kyrrsetningar TF-GPA

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. maí 2019 08:15

Ein af vélum WOW air.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isavia kyrrsetti farþegaþotuna TF-GPA á Keflavíkurflugvelli í vetur vegna skuldar WOW air sem varð gjaldþrota í lok mars. Í síðustu viku komst héraðsdómur að þeirri niðurstöður að Isavia megi aðeins halda vélinni sem tryggingu fyrir skuldum sem WOW air stofnaði til vegna þessarar vélar en ekki vegna heildarskulda félagsins.

Isavia hafði krafið eiganda flugvélarinnar, bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC, um fjóra milljarða vegna skulda WOW air. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. ALC greiddi Isavia 87 milljónir vegna skulda sem tengjast þessari vél og hefur krafist þess að fá vélina afhenta en Isavia hefur ekki orðið við því. Nú hafa lögmenn ALC lýst skaðabótaábyrgð á hendur Isavia vegna þessa en þeir sendu Isavia bréf þessa efnis í gær.

Segja lögmenn ALC að tjónið nemi nú þegar tæplega 50 milljónum króna hið minnsta og bætist 1,8 milljónir við upphæðina á degi hverjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð