fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Sólveig Anna hvetur fólk til að horfa ekki á Eurovision

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. maí 2019 09:23

Sólveig Anna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvetur alla sem vettlingi geta valdið að horfa ekki á Eurovision. Hún segir RÚV hafa gert þjóðina samseka skelfilegu ofbeldi, en þar vísar hún til þess að keppnin sé haldin í Ísrael í ár.

„Kæra fólk, það er ekkert annað í boði en að sniðganga Eurovision. Yfirstjórn Ríkisútvarpins hefur, með því að vilja ekki axla siðferðilega ábyrgð og standa með þjáðu og kúguðu fólki, fórnarlömbum skelfilegs glæps, gert okkur að vissu leiti samsek í hneykslinu sem keppnin er í ár en við eigum þó ennþá svolítið val; val um að neita sem persónur að taka þátt í algjörlega sjúklegri hegðun; að halda partý í næsta húsi við vettvang óbærilegs ofbeldis,“ segir Sólveig Anna.

Hún bætir svo við þetta: „Það er á endanum það minnsta sem við getum gert, bókstaflega það minnsta og ef við erum ekki fær um það, hvað erum við þá fær um að gera, ég bara spyr?“ Sólveig vitnar svo í yfirlýsingu samtaka sem hvetja til sniðgöngu á Eurovision í Ísrael:

„Ef við viljum frið, þarf að afnýlenduvæða Palestínu, enda hernámið og aðskilnaðarstefnuna. Gaza er gettó. Ísrael er aðskilnaðarríki. Það að taka þátt í Eurovision, og að horfa á keppnina, er að samþykkja meðferð Ísrael á Palestínumönnum – í Gaza og á hernumdum Vesturbakkanum. Í gær sagði keppandi Montenegro um ástandið í Gaza: „Við vitum ekki hvað er í gangi, við erum hérna til að syngja og skapa tónlist.“ Það að hunsa hernám, kúgun og ofbeldi þýðir ekki að ábyrgðin og afleiðingarnar hverfi. Það koma svo sannarlega tímar þar sem fólk þarf að koma saman, skapa tónlist og brúa bil, en það koma líka tímar þar sem nauðsynlegt er að taka afstöðu og standa með réttlæti. Sá tími er núna.“

https://www.facebook.com/snidgongumeurovision2019/posts/383435908987499?__xts__%5B0%5D=68.ARBJXBbM6TDAL-a5ezy0GVqK_qsLJCURf568x7MJVNA5IDrdeLKNUCVdN0G00fBWZ6RLUHSlaawSWTmKJcshlI-D-R_GyBge5CmL1seMdiSNvFeL32X335JTJuBZM1AiK_8RF6SwCKfg4CoTA3KTYk-PPOXaE4jnesGXlVffTuHGmZ-3FLZOZcrJCKgBeQUAQh2Wr7BW8gA0DtitTiBYAMeZbMljejF_GDO6FLWS5-pQE716oTr0CONlVXnVjQFtQ3ltlo6Em56i-fKD4XEhbjjeXjaU4w6nlyMiXh–zY3539RaQLSeyv6FpmFGE_-Gjhiv7Qz-LupYuak9UUo&__tn__=H-R

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK