fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Jón Gnarr segir Hatara á hálu svelli – „Mér finnst þetta hræðilegt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 7. maí 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spaugfuglinum Jóni Gnarr er ekki skemmt yfir því að gyðingum á Íslandi finnist þeir nauðbeygðir til að leyna trú sinni af ótta við fordóma. Hann telur umræðuna um gyðinga og Ísrael, sem hefur verið fyrirferðamikil sökum þátttöku Íslands í Eurovision-keppninni sem haldin verður í Tel Aviv, Ísrael, í næstu viku, litast af þekkingarleysi. Jón telur atriði Hatara vera vinstrimanna grín, sem sé á hálu svelli. Íslendingar þurfi að taka höndum saman, stíga fram og tilkynna heiminum að hér sé gyðingahatur ekki liðið. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Tvíhöfða.

Gyðingar á Íslandi hræddir

„Mig langar að ræða aðeins um, ég sá í fréttunum var úttekt í erlendu tímariti. Ég man nú ekki nákvæmlega hvað það var. […] Það var úttekt á stöðu gyðinga á Íslandi. Viðtal við gyðinga og svona aðeins innsýn inn í samfélag gyðinga á Íslandi. Það er töluvert af gyðingum á Íslandi. Í þessari úttekt kemur fram að gyðingar á Íslandi eru hræddir við að viðurkenna hverjir þeir eru, fara huldu höfði og jafnvel leyna trú sinni. Hér í dag árið 2019 á Íslandi.“

Gyðingar eru svo miklu meira heldur en aðeins samfélag þeirra sem aðhyllast sömu trúarbrögð.

„Gyðingar eru ekki bara trúarbrögð og menningarheimur heldur líka kynþáttur og síðan búa margir gyðingar í ákveðnu landi sem er Ísrael. Og ég var bara svolítið sleginn yfir þessu. Mér hefur oft fundist þetta og það hafa komið skilaboð stundum að íslenskt samfélag sé andsnúið gyðingum, við séum bara það sem er kallað gyðingahatarar.“

Ísland hafi áratugu saman tekið illa á móti gyðingum, eða ekki tekið á móti þeim yfir höfuð.

„Fyrir heimsstyrjöldina þegar gyðingar voru að reyna að flýja  Þýskaland og einhverjir komu hingað,  það fengu það fæstir. Þeir fáu sem fengu að vera hér, eða komust hingað. Þeim var boðið upp á algjörlega óásættanlega hluti hérna. Bæði dónaskap og ofbeldi. Þetta er alveg hræðilegur skammarblettur. Mér finnst líka einhvern veginn þegar við erum að tala um Ísraelsríki eða Eurovision, eða í hvaða samhengi sem er, við höfum svo mikið ekkert efni á því. Við erum eins og hrekkjusvínið í skólanum sem var bara hrekkjusvín og kom ofboðslega illa fram við alla sem ætlar svo eftir á að fara að ræða hvernig samskiptin eiga að vera.“

Í tísku að styðja Palestínu

Jón telur að margir fari mikinn þegar kemur að umræðum um ástandið í Palestínu og framkomu Ísrael gagnvart þeim og Jón er alveg sammála því að aðstæður þar séu hryllilegar og úr því þurfi að bæta.

„Það virðist vera mikið í tísku, sérstaklega hjá vinstri mönnum, að vera með miklar meiningar um Palestínu og Ísrael. Ég tek alveg undir það, Palestína og aðstæður fólks þar eru ömurlegar og þetta er bara ömurlegt og það væri æðislegt að geta einhvern veginn hjálpað við að laga það svo fólkið geti horft á Netflix og átt rétt á mannsæmandi líf.“

Hann veltir því þó fyrir sér af hverju Palestína fær svona mikið pláss í umræðunni þegar það eru svo margir fleiri staðir á jörðinni þar sem fólk lifir við hryllilegar aðstæður, ótta og stríð.

„Mér finnst bara ömurlegt að vita af fólki að þjást og hafa það skítt, mér finnst það ömurlegt. En afhverju eru vinstri menn, til dæmis íslenskir vinstrimenn, svona ofboðslega heitri yfir Palestínu og fólki sem líður illa í Palestínu en eiginlega slétt sama um fólk sem líður illa einhvers staðar annars staðar eins og til dæmis í Sómalíu. Vinir Sómalíu félagið er ekki til,. Eins og ég t.d. hef verið með dellu, eða ég hef furðað mig á því að fyrirbæri eins og Norður Kórea sé bara til að  það séu ekki allir búnir að taka höndum saman og ráðast inn í þetta land og frelsa alla þar.“

Ekki flott að vera gyðingahatari

Jón bendir á að það ríki alvara yfir samræðum þar sem rætt er um Palestínu á meðan lönd þar sem álíka hörmulegar aðstæður ríkja, á borð við Norður Kóreu, séu oft rædd í léttu ríki.  En hvers vegna virðast Íslendingar eiga svona auðvelt með því að stilla sér gegn Ísrael? Jón telur að þar spili lútersk saga Íslands.

„Þetta er hlutur, þessi afstaða okkar, sem litast svolítið af ákveðnum kreddum sem er kannski eitthvað bara í okkar lútherska kristna bakgrunni og  líka svolítið af einhverjum vinstri manna viðhorfum.“

Jón telur kreddur samfélagsins okkar það miklar að það sé ekki bara svo að hér gangi gyðingar með veggjum af ótta við viðbrögð samfélagsins, heldur séu einnig þeir sem séu yfirlýstir stuðningsmenn Ísraels álitnir vitfirringar. „Ef þú ert pró-Ísrael þá ertu yfirleitt vitfirringur með þinn eigin þátt á Lindinni eða Ómega.“ Menningar og arfleifð gyðingar er harðofin í sögu Evrópu.

„Saga gyðinga í Evrópu er rosalega mögnuð átakasaga. Bæði listar og hryllilegra örlaga sem að er sko rauði þráðurinn í sögu Evrópu sem sagt gyðingar og áhrif þeirra á okkar samfélag.“

Telur Jón að oft vanti upp á að aðilar hafi kynnt sér mál og aðstæður, áður en þeir taka afstöðu.

„Það sem ég er reyna að meina er að fólk þarf aðeins að kynna sér hvað það er að tala um áður en það fer að dæma.“

Andstaða gagnvart þjóðerni er eitt, hins vegar bendir Jón á að gyðingar eru meira en bara þjóðerni, þetta er kynþáttur. „Ef þú ert á móti gyðingum þá ertu rasisti

„Ég er ekki með neina lausn á deilu Palestínu og Ísrael. Ég er ekki með neitt í því. En mér finnst svo mikilvægt og við megum ekki sem þjóð halda að það sé eitthvað flott að vera gyðingahatari vegna þess að við stöndum svo fast á Eurovision sannfæringunni okkar. Við þurfum að stíga fram sem þjóð og segja að við erum ekki svona fólk sem er á móti gyðingum.“

Hatari á hálu svelli

Eurovision-framlag Íslendinga, hljómsveitin Hatari með lagið Hatrið mun sigra, segir Jón Gnarr að dansi hárfína línu.

„Það er á hálu svelli, það er mjög mikið vinstrimanna grín,“ segir Jón en bendir þó á að hann hafi ekkert á móti hljómsveitinni, þvert á móti hafi hann mjög gaman af þeim.

„Þetta er bara eitt margslungnasta og viðkvæmasta topic eða efni í menningarsögu Evrópu. Það voru ákveðnir aðilar fyrir ekki svo löngu síðan sem ætluðu  að reyna að leysa þetta með því að reyna að eyða gyðingum algjörlega. Þetta er alveg svakalegt, og mér finnst sko bara ef að þetta er staðan, að það er samfélag gyðinga á íslandi og gyðingar eru hræddir við að stíga fram. Mér finnst þetta hræðilegt.“

„Þetta er bara svipað eins og staða samkynhneigðar var hérna fyrir fjörutíu árum: Menn voru hræddir við að segja að þeir væru hommar. Ég vil ekki búa á Íslandi þar sem einhver er hræddur við að vera það sem hann er. Ég bara vil ekki búa á þannig Íslandi og ég hélt einhvern veginn að Ísland væri ekki þannig“

En hvað eru gyðingar á Íslandi hræddir við? „Verða fyrir dónaskap, verða fyrir aðkasti út af utanríkisstefnu Ísrael eða eitthvað svona. Þetta er bara hræðilegt. Þetta segir mér að fólk hafi hlustað rosalega mikið á Eurovison en ekki lesið mikið um sögu Evrópu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK