Umferð stöðvaðist um stund í Ártúnsbrekku í morgun vegna hrossa sem þar voru laus. Tilkynnt var um málið á áttunda tímanum í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti meðfylgjandi myndband á Facebook-síðu sinni og skrifaði við það tilefni:
„Þessir voru á leið í borgarferð í morgun, en árvökull borgari náði mynd af þeim. Ekkert hefur heyrst frekar af ferðum þeirra, samt.
Við vonum að þið njótið dagsins.“