Ellefu ára börn sem voru úti að leika sér á Suðurnesjum á dögunum fundu poka sem innihéldu amfetamín. Þetta segir lögreglan í færslu á Facebook-síðu sinni.
„Innihald pokanna er óblandað og sterkt amfetamín og þarf ekki að spyrja að leikslokum hefðu yngri börn fundið þessa poka. Eigandinn er hvattur til að koma á stöðina til að “sækja” pokana sína. Börnin sem skiluðu þessu til okkar fengu hið mesta hrós fyrir, en ekki er hið sama hægt að segja um eigandann,” segir lögreglan í færslu sinni.