Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.
Fram kemur að til að bregðast við þessu hafi Landspítalinn gripið til þess ráðs að flytja sænska röntgenlækna inn til landsins til að vinna um helgar við þessa myndgreiningu. Erfitt hefur verið að manna stöður röntgenlækna og því hefur þurft að grípa til þessa ráðs. Einnig hafa röntgenlæknar frá Akureyri verið sendir til höfðuborgarinnar til að vinna við þessar greiningar.
Haft er eftir Höllu Þorvaldsdóttur, formanni Krabbameinsfélags Íslands, að staðan væri nú orðin mun betri en þegar þriggja til fjögurra mánaða bið var eftir niðurstöðum úr myndgreiningum. Biðlistinn hafi minnkað og vel hafi verið unnið úr stöðunni.
Brjóstakrabbamein er algengasta tegund krabbameins hjá konum. Um 210 konur greindust með brjóstakrabbamein á síðasta ári hér á landi og 4 karlmenn. Talan hefur lítið breyst undanfarin 15 ár að sögn Fréttablaðsins.