fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Kalt loft ættað frá Síberíu á leið til landsins: „Vonandi verða köldu dagarnir ekki margir“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. maí 2019 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kaldara loft er nú á leið til landsins. Það er raunar ættað frá norðurströnd Síberíu – fer yfir Barentshaf og á að komast hingað. Löng leið – og að miklu leyti yfir sjó að fara. Loftið hlýnar því talsvert á leiðinni – en það verða samt einhver viðbrigði, sérstaklega sé miðað við stöðuna framan af síðustu viku.“

Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggsíðu sinni um veðurhorfur næstu daga. Ágætt veður hefur verið víða á landinu undanfarna daga og um helgina gátu íbúar höfuðborgarsvæðisins setið úti í góða veðrinu – þó vissulega hafi kólnað þegar sólin hvarf á bak við ský.

Trausti birtir mynd frá Evrópureiknimiðstöðinni sem sýnir stöðuna síðdegis á þriðjudag. Þá mun kalt loft sækja nokkuð á og ef marka má spákort Veðurstofunnar gæti jafnvel snjóað á láglendi seinni part vikunnar, einkum fyrir norðan og austan.

„Það er út af fyrir sig ágætt að hreinsa eitthvað af leifum vetrarkuldanna burt af norðurslóðum – yfir á svæði þar sem fljótlegra er að hita loftið – en samt er alltaf leiðinlegt að verða fyrir honum. – En verra gæti það verið og vonandi verða köldu dagarnir ekki margir. Sólin hjálpar syðra,“ segir Trausti.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að hiti í dag verði frá þremur og upp í tíu stig. Hlýjast verður á Vesturlandi en víða næturfrost norðaustantil í nótt.

„Á morgun gengur í norðaustan átt, víða 8-13 m/s og kólnar heldur. Um norðanvert landið þykknar upp með deginum og með dálítil él þar annað kvöld. Áfram skúrir sunnanlands á morgun en það styttir upp og rofar til á miðvikudag, eins og svo oft þegar að vindur er norðlægur. Svalt veður, hiti 0 til 5 stig að deginum og víða næturfrost, en ætli sólin nái ekki að hífa hitann að 10 stigum suðvestanlands. Útlit er fyrir að norðlæga áttin haldist og að veður breytist lítið fram yfir helgi. Apríl var hlýr mánuður á landinu, en þessi vika verður svöl.“

Hér má svo sjá veðurhorfur næstu daga:

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðaustan 5-13 m/s og dálítil él N- og A-lands, en þurrt og bjart annars staðar. Hiti 1 til 8 stig, mildast S-til, og víða næturfrost.

Á föstudag og laugardag:
Áframhaldandi norðlægar áttir með dálitlum éljum, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Útlit fyrir austlæga átt og þurrt og svalt veður, einkum fyrir norðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK