fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Höfundur Staksteina ósáttur við lögreglu: Þarf nauðsynlega að sekta þessa ökumenn?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. maí 2019 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Afar óvíst er, þó að almennt sé mikilvægt að halda uppi lögum og reglu, að það bæti mannlífið að eltast af kappi við ökumenn sem neyðast til að leggja utan þeirra svæða sem almennt eru viðurkennd, vilji þeir sækja mannamót.“

Þetta segir í niðurlagi Staksteina Morgunblaðsins í dag. Um eitt hundrað ökumenn voru sektaðir fyrir utan Seljaskóla í Breiðholti á fimmtudagskvöld þegar fjórði leikurinn í úrslitaeinvígi ÍR og KR fór fram um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

Tíu þúsund króna sekt liggur við stöðubrotum en sektin lækkar niður í 7.500 krónur sé hún greidd innan tiltekins tíma. Í Staksteinum er þetta fyrirkomulag gagnrýnt en ekki er óalgengt að lögreglan mæti á svæðið og sekti ökumenn þegar um fjöldasamkomur er að ræða.

„Á fimmtudagskvöld í liðinni viku voru 100 ökumenn sektaðir fyrir stöðubrot við Seljaskóla. Tilefnið var að ÍR og KR kepptu í körfuknattleik og svo ánægjulega vildi til að áhugi var mikill og áhorfendur fjölmargir. En það skyggði heldur á ánægjuna hjá þessum ríflega 100 áhorfendum þegar þeir komu að bílum sínum og fundu þar 10.000 króna sektarmiða. Og þó að hægt sé að fá sektina lækkaða um fjórðung með því að greiða tafarlaust er upphæðin engu að síður töluverð,“ segir höfundur Staksteina en Davíð Oddsson er sem kunnugt er ritstjóri Morgunblaðsins.

„Það er þó ekki aðeins upphæðin sem skiptir máli heldur ekki síður viðhorfið. Býsna algengt er þegar einhverjir viðburðir eiga sér stað í Reykjavík, hvort sem það eru fjölskylduskemmtanir á vegum borgarinnar í Húsdýragarðinum, kappleikir í íþróttum eða annað sem dregur að sér mikinn fjölda manna, að gestir fái sekt. Ekki þarf að efast um að sektin er réttmæt í ströngum skilningi, en getur ekki verið að óþarfi sé að sekta fólk fyrir að sækja skemmtanir eða samkomur, þó að það leggi frjálslega, ef engin hætta er á ferðum og aðrir komast greiðlega um? Afar óvíst er, þó að almennt sé mikilvægt að halda uppi lögum og reglu, að það bæti mannlífið að eltast af kappi við ökumenn sem neyðast til að leggja utan þeirra svæða sem almennt eru viðurkennd, vilji þeir sækja mannamót.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK