fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Morgunblaðið saumar að meirihlutanum: Offramboð og skortur á húsnæði á sama tíma?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 09:06

Davíð Oddsson telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu vera gagnslaust hálfkák.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Núverandi meirihluta í borginni eru um margt mislagðar hendur. Nú getur hann bætt við því afreki að tryggja að samtímis sé offramboð og skortur á húsnæði.“

Svo segir í leiðara Morgunblaðsins í dag en ekki er útilokað að þar haldi á penna Davíð Oddsson, ritstjóri blaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra. Hluti leiðarans er helgaður húsnæðismálum í höfuðborginni og er bent á að skortur hafi verið á húsnæði fyrir ungt og efnalítið fólk. Enginn hörgull er hins vegar á íbúðum fyrir hina efnameiri í miðborginni eins og bent var á í frétt Morgunblaðsins á dögunum og gengur meira að segja hægt að selja þær íbúðir.

„Um þessar mundir eru mörg hundruð íbúðir í sölu eða að koma í sölu í miðborginni. Nefna má Hafnartorg, Austurhöfn, Brynjureit, Frakkastígsreit, reiti við Hverfisgötu, Klapparstíg og Bríetartún. Oft eru þetta dýrar íbúðir og getur verðið farið alveg upp í milljón krónur á fermetra og jafnvel meira.“

Vitnað er í viðtal við Þorvald Gissurarson, forstjóra ÞG Verks, í Morgunblaðinu í laugardag en fyrirtækið hefur til dæmis byggt íbúðir við Hafnartorg.

„Vegna aðstæðna á markaði hefur fyrirtækið ákveðið að hægja á sölu íbúða þar til heildarmynd verður komin á svæðið og verslunarrekstur kominn af stað. Þorvaldur er þeirrar hyggju að rétt hafi verið að þétta byggð í miðbænum, en eftir á að hyggja hefði ef til vill átt að reisa ódýrari íbúðir á einhverjum þéttingarreitanna.“

Leiðarahöfundur segir að ekki sé hægt að skella skuldinni á verktaka enda hafi borgaryfirvöld ekki skipulagt ódýrar íbúðir á þéttingarreitum. Þannig hafi áhersla á þéttingu byggðar við miðborgina verið á kostnað þess að borgin breiddi úr sér þegar nær hefði verið að leggja áherslu á hóflega þéttingu samtímis í nýjum hverfum.

„Í viðtalinu við Þorvald kemur fram að nýjar íbúðir, sem reistar hafa verið á vegum ÞG Verks á Selfossi seljist hratt. Fermetraverðið á þeim íbúðum er um 350 þúsund krónur. Hann á hins vegar ekki von á því að skorti á hagstæðum íbúðum verði mætt á höfuðborgarsvæðinu á næstu 18 mánuðum. Algengt er að fermetraverð nýrra íbúða sé tugprósentum hærra á höfuðborgarsvæðinu og tvöfalt hærra í miðborg Reykjavíkur. Núverandi meirihluta í borginni eru um margt mislagðar hendur. Nú getur hann bætt við því afreki að tryggja að samtímis sé offramboð og skortur á húsnæði.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann