fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Þrettán ára piltur með tvo farþega ók vespu á bifreið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. apríl 2019 09:50

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrettán ára piltur sem ók vespu gegn einstefnu í Keflavík um helgina endaði för sína með því að aka á bifreið sem kom á móti. Tveir farþegar voru á vespunni þegar óhappið varð en umrædd vespa var auk þess án hraðatakmarka og jafnframt ótryggð.

Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Piltarnir þrír sluppu sem betur fer án meiðsla rétt eins og ökumaður bifreiðarinnar sem ekið var á. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti atvikið til forráðamanna drengjanna og til barnaverndar.

Að sögn lögreglu hafa rúmlega tuttugu ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum.

„Sá sem hraðast ók mældist á 146 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Jafnframt voru höfð afskipti af allmörgum ökumanna vegna gruns um vímuefnaakstur eða önnur brot í umferðinni svo sem akstur án ökuréttinda. Af fjórum ökumönnum sem óku sviptir ökuréttindum var einn sem lögregla stöðvaði nú í þriðja sinn af þeim sökum. Jafnframt voru skráningarnúmer fjarlægð af fimm bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann