fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Magnað góðverk: Gefa Fjölskylduhjálpinni 200 páskaegg fyrir börnin

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi frá því í gær að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefði heimsótt Fjölskylduhjálp Íslands og verið miður sín yfir því að sjá engin páskaegg í páskaúthlutuninni. Nú hafa tveir menn sett sig í samband við Fjölskylduhjálpina og ætla að bæta úr páskaeggjaskortinum.

Í páskaúthlutun Fjölskylduhjálpar í gær var mikið úrval í boði fyrir hátíðirnar. En aðalnúmerið sjálft, páskaeggin, vantaði þó. Þetta fannst Ingu Sæland leiðinlegt, en hún var ekki ein um það. Tveir menn lásu  um málið og gátu hreinlega ekki látið þetta viðgangast.

Annar þeirra er Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við sælgætisframleiðslu sína Góu. Hann ætlar að styrkja Fjölskylduhjálp um páskaegg í úthlutun þeirra í Reykjanesbæ í dag. Hinn er ónefndur velunnari Fjölskylduhjálpar sem las frétt um málið og vildi bæta úr. Hann leggur til páskaegg fyrir þá sem fengu úthlutun sína í gær. Helgi gefur hundrað egg og hinn ónefndi maðurinn, sem vildi ekki láta nafn síns getið, gefur einnig hundrað egg.

Skjólstæðingum Fjölskylduhjálpar er því bent á að nálgast páskaegg hjá Fjölskylduhjálp í Iðufelli í dag á bilinu 14:00-16:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu