fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Jón Bjarni – „Tilgangur Secret Solstice aldrei verið að vera gróðamaskína“

Erla Dóra Magnúsdóttir, Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. apríl 2019 22:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jæja, nú held ég að ég verði að tjá mig aðeins um Secret Solstice. Eins og venjulega þá getur umræða fjölmiðla oft verið óvægin og ekki alltaf sannleikanum samkvæmt,“ segir Jón Bjarni Steinsson, sem var einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, í Facebook-færslu þar sem hann svarar fyrir umfjöllun síðustu daga.

Mikill styr hefur verið um tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin verður í Laugardal 21. – 23. júní í sumar. Þrátt fyrir fjölda veglega tónlistaratriði, bæði innlendra og erlendra á fyrri hátíðum, hefur hátíðin líka vakið reiði meðal fjölmargra íbúa í nágrenninu sökum hávaða og slæmrar umgengni. Tap var á hátíðinni í fyrra og sitja margir eftir með sárt ennið og ógreidda reikninga fyrir sitt framlag. Nýir rekstraraðilar tóku við hátíðinni í ár og sýnist sitt hverjum um að halda eigi hátíðina í ár, þrátt fyrir að enn eigi eftir að gera upp við fjölda aðila frá því í fyrra. Það nýjasta er að lögmaður bandarísku hljómsveitarinnar Slayer hefur stefnt nýjum rekstraraðila og framkvæmdastjóra vegna vangoldins uppgjörs við hljómsveitina.

Jón Bjarni segir að síðustu 10 mánuðir hafi verið þeir erfiðustu í lífi hans, og gerir ráð fyrir að ekki hafi það farið framhjá mörgum að hvorki Secret Solstice hátíðin né Guns’n’Roses tónleikarnir hafi gengið sem skildi.

Til að draga þetta saman þá voru tekjur af Solstice langt undir væntingum. Það leggur enginn upp með það að tapa peningum en niðurstaðan var engu að síður þessi. Fljótlega eftir að tónleikar Guns N Roses kláruðust var það ljóst að róðurinn yrði þungur framundan.

Hann segist hafa verið nánast launalaus starfsmaður hátíðarinnar undanfarin ár og tekið ýmislegt á sig. „Allt frá þrifum á rusli og pulsusölu til þess að sjá um samskipti við fjölmiðla og nágranna.“

Af öllum þessum verkefnum er það ömurlegasta sjálfsagt það þegar ég tók það að mér síðasta haust að hringja í samstarfsfólk okkar og láta þá vita af vandræðunum og að það yrði einhver bið á því að menn fengju greitt. Það er að sjálfsögðu enginn ánægður með að fá ekki greitt en flestir tóku því vel að vera látnir vita.

Jón Bjarni telur fólk ekki átta sig á þeim kostnaði sem fylgir því að byggja upp tónlistarhátíð á borð við Secret Solstice, sem er mikil að stærð. Eigendur hátíðarinnar hafi til að mynda ekki tekið sér krónu í arð. Allar tekjur hafi farið í uppbyggingu og rekstur.

Víkingur hefur staðið sig mjög vel og er búinn að setja á svið frábæra hátíð sem hefur alla burði til þess að verða sú glæsilegasta síðan Secret Solstice varð til.

Tilgangur hátíðarinnar hafi aldrei verið sá að græða á henni. Hátíðin sé hugmynd Friðriks Ólafssonar, mágs Jóns Bjarna, og allir sem hafi komið að hátíðinni hafi gert slíkt vegna ástar á tónlist og viljað gera eitthvað fallegt og skemmtileg fyrir íslenskt menningarlíf.

Þrátt fyrir það hefur hún ekki setið við sama borð og samskonar hátíð – en á meðan Solstice hefur fengið 4.5 miljónir í styrki siðustu 5 ár (ekkert árið 2018) hleypur stuðningur við Iceland Airwaves á tugum miljóna fyrir sama tíma. Efnahagslegt fótspor hátíðarinnar er metið 6-8 milljarðar.

Reykjavíkurborg hefur, að sögn Jóns Bjarna, haft miklar tekjur af Secret Solstice, bæði í formi útsvars, leigu og þar að auki hafi íþróttafélög fengið tugi milljóna í tekjur.

„Samkvæmt rannsókn frá árinu 2016 er efnahagslegt fótspor hátíðarinnar um 1,5 milljarður á ári. Þannig að það er ekki eins og hátíðin sé ekki búin að skila margfalt til baka öllu því sem hún hefur fengið. Fréttaflutningur síðustu daga hefur verið með þeim hætti að nú á að reyna ganga af hátíðinni dauðri, en það er svo sem ekkert nýtt að það þurfi að eyðileggja allt sem fólk reynir að gera til að gera eitthvað utan normsins.“

Jón Bjarni segist vonast til að Víkingi Heiðari, nýjum framkvæmdastjóra hátíðarinnar,  verði gefinn friður til að koma á laggirnar geðveikri hátíð. Secret Solstice sé langflottasta tónlistarhátíð sem hafi verið haldin á Íslandi og hafi farið fram án stórvægilegra vandamála á borð við ofbeldi eða alvarleg slys á fólki.

Hátíðin mun fara fram í sumar hvað sem öðru líður, ef Reykjavík hefur ekki áhuga þá er ég viss um að það eru önnur sveitarfélög sem eru til í að vinna með hátíðinni og fá þann ágóða sem henni fylgir.

Færslu Jóns Bjarna má lesa í heild hér að neðan

https://www.youtube.com/watch?v=KgyDQi028o4&fbclid=IwAR0ItrWprjBDnbB-Qc7eujDMobBRVM-q0RJFdGj_v0RjCh5GBC0QBuEvwCw

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis