Benedikt Vigfússon, stjórnandi hópsins Leiga á Íslandi, segir í tilkynningu innan hópsins að fullt af eldri leigusölum þori ekki að auglýsa íbúðir vegna neikvæðni Íslendinga. Hann hefur því ákveðið að banna „tröll, neikvæðni, kaldhæðni, dylgjur og pólitískan rétttrúnað“.
Benedikt tilkynnti þetta í gær og hefur nú þegar verið gert grín að þessu á Facebook-síðunni Íslendingar síðkapítalisma. Hann skrifar skilaboðin á ensku og segir: „Kæru meðlimir, það eru reglur í þessum hópi. Þegar fólk brýtur þær reglur þá mun ég blokka það. Það er fullt af eldri leigusölum með tómar íbúðir vegna neikvæðni,“ skrifar Benedikt.
Hann ítrekar að hópurinn sé ekki vettvangur fyrir sósíalisma. „Ég skil að fólk vill tjá sig. En að bola leigusölum frá þjónar engum tilgangi. Þetta er ekki vettvangur til að tjá sig […] Þetta er ekki sósíalískur hópur. Ef einhver vill auglýsa herbergi á tvo milljarða evra þá má hann gera það og ætti ekki að fá neinar athugasemdir fyrir það! Markaðurinn ræður verðlagi!“
DV hefur ítrekað fjallað um herbergi eða íbúðir á nánast glæpsamlegu verði sem eru auglýstar innan hópa sem þessa. Á dögunum var til að mynda einn leigusali fordæmdur fyrir að auglýsa 15 fermetra herbergi í Kópavogi til leigu á 70 þúsund krónur. Annað dæmi sem má nefna er 14 fermetra herbergi til leigu á 100 þúsund. Í báðum tilvikum vakti athygli að klósetið óeðlilegt, annars vegar hliðin á rúmi og hins vegar inni í sturtunni.
https://www.facebook.com/islsidcap/photos/a.346993912471863/577860732718512/?type=3&__xts__%5B0%5D=68.ARBkLU52M3Vg_CkiEORtyEkNFcRcqxTEXuFy3ZHLJHxbR5BBFjCBeMPAnKbVGZPeboEtrb7zlmSGsnmf_pr9vJzxtf5VcCohS4w318v246bWbTtbcFeRMUzoq5JJ2RiYaPGrVn9FXXSJmvv0hAOhlZs_7b7IBTB1V5fRYrSe7VJ7KQlJyTUsO2Mryb9EjokT5I0AEjChByfavSF89MJh1jp24JkD2scQpj4kSQvxXhHbyp6p_fE_iOBIPn3_xVvvkg_jahFPSR6wiczyl_-mnK0rO2X3NNivfOfKIfu8LDZU6P_wSHeOvIYmDeLvCoX2Sr8ugZBWx6lO6qoRlRP7OXk&__tn__=-R