fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Fall Birgis: Var í stjórn Símans – Fer í fangelsi ef hann borgar ekki innan mánaðar

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 12:11

Birgir S. Bjarnason. Mynd; Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir S. Bjarnason, fyrrverandi formaður Félags atvinnurekenda og stjórnarmaður hjá Símanum þar til mál hans komst upp, hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Auk þess var hann dæmdur til að greiða 49 milljónir króna innan mánaðar ella fer hann í fangelsi í 360 daga.

Sjá einnig: Birgir ákærður fyrir stórfelld skattsvik – „Ég tjái mig bara í réttarsalnum“ – Var formaður Félags atvinnurekenda og er í stjórn Símans

Óhætt er að segja að fall Birgis sé nokkuð hátt en hann þótti virtur maður í viðskiptalífinu. Hann var  formaður Félags íslenskra atvinnurekenda frá 2013 til 2017. Þar áður var hann framkvæmdastjóri félagsins. Hann var jafnframt stjórnarmaður í Símanum en baðst tímabundið lausnar eftir að fjölmiðlar greindu frá ákæru hans.

Birgir var dæmdur fyrir undanskot frá skatti upp á tæplega 25 milljónir króna. Málið snýst um fyrirtæki Birgis, Íslensku umboðssöluna hf., sem nú er hætt rekstri. Birgir var dæmdur fyrir að hafa haldið eftir staðgreiðslu launa hjá fyrirtækinu frá hausti 2015, í gegnum allt árið 2016 og fyrir janúar 2017. Staðgreiðslu skatta sem tekin var af launum starfsmanna var ekki skilað í ríkissjóð. Undanskotin fyrir hvern mánuð á tímabilinu nema frá um einni milljón og upp í ríflega tvær milljónir en öll upphæðin leggur sig á samtals 24.669.819 kr.

Birgir neitaði sök en viðurkenndi þó að hafa verið framkvæmdastjóri félagsins á umræddum tíma. Hann sagðist ekki hafa dottið það í hug að hann gæti farið í fangelsi vegna ráðstöfunar á greiðslum. „Þá kvaðst hann alltaf hafa talið að félagið myndi ná að rétta úr kútnum og verða gjaldfært,“ segir í dómi.

Dómari taldi sannað að Birgir hafi brotið lög og því dæmdur til að greiða sekt ella fara í fangelsi.

„Samkvæmt framburði ákærða, sem fær stuðning í gögnum málsins, er sannað að framangreindum fjárhæðum var haldið eftir af launagreiðslum til starfsmanna en þeim ekki skilað til innheimtumanns. Á þessu bar ákærði ábyrgð sem framkvæmdastjóri félagsins. Hann verður því sakfelldur samkvæmt ákærunni og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæða. Önnur viðskipti félagsins við innheimtumann, svo sem vegna inneignar virðisaukaskatts, fá ekki breytt þeirri skyldu að skila afdreginni staðgreiðslu,“ segir í dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja
Fréttir
Í gær

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland