fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Halldór Högurður birtir mynd af neyðarkalli Landsbjargar í líki BDSM

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. ágúst 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudag birti DV frétt um að meðlimur Hjálparsveitar skáta í Kópavogi hefði fyrir mistök póstað á Facebooksíðu félagsins auglýsingu í svæsið og lostafullt bdsm-partý. Tilkynningin var tekin niður en þó ekki fyrr en tekin hafði verið mynd af henni og henni deilt á samfélagsmiðlum.

Magnús Örn Hákonarson björgunarsveitarmaður, sérfræðingur í rústabjörgun hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og formaður BDSM félagsins steig fram og gekkst við þessum mistökum sínum.

„Hver hefur ekki lent í því að senda skilaboð eða snap á einhvern rangan aðila? Þetta hitti bara á ranga síðu,“ segir Magnús Örn sagði hann í viðtali við blaðamann Vísis, sem kannaðist vissulega við að hafa gert það (sem og blaðamaður DV, sem einnig er félagi í Landsbjörg).

Einhverjir félagar óskuðu eftir að hann yrði rekinn úr sveitinni. Svo margir að Hjálparsveit skáta sendi tilkynningu til félagsmanna sinna til að þagga niður í þeim röddum:
„Innan þessa sjálfboðaliðahóps starfa margir aðilar með misjafnan bakgrunn og áhugamál. Fólk stundar alls kyns íþróttir og áhugamál og mun stjórn HSSK ekki gera greinarmun á þeim áhugamálum, svo framarlega sem þau séu lögleg. Fyrir mistök urðu hans áhugamál enn sýnilegri og í stutta stund í nafni sveitarinnar. Eftir samtal er stjórn þess fullviss að það var gert í ógáti og mun stjórn ekki aðhafast frekar vegna þess.“

Í viðtalinu við Vísi nefndi Magnús Örn að það væru líkur á að hann yrði í næsta áramótaskaupi og jafnframt að það væri spurning hver neyðarkallinn yrði á næsta ári.

„Það er spurningin hver neyðarkallinn verður á næsta ári. Hvort hann verði í einhverjum búningi,“ segir Magnús Örn. Sjá mætti fyrir sér hálfnaktan neyðarkall með ól um hálsinn og haldandi á svipu.

Halldór Högurður, sem hefur verið handritshöfundur Áramótaskaupsins oftar enn einu sinni birti á Facebook fyrr í kvöld mynd af neyðarkalli í líkingu við þann sem Magnús Örn nefnir.

Sala á neyðarkallinum hefst þann 1. nóvember næstkomandi og hefur hann ávallt verið karl eða kona í búningi sem tengist störfum Landsbjargar, en ekki áhugamála félagsmanna, sem eru líklega ærið fjölbreytt þar sem félagsmenn eru þverskurður samfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“
Fréttir
Í gær

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur