fbpx
Þriðjudagur 17.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Bergur Þór: „Kona í hjólastól rekin út í bíl áður en leiksýningu er lokið“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. mars 2018 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergur Þór Ingólfsson leikari greinir frá því í sláandi frásögn á Facebook-síðu sinni að kona í hjólastól hafi þurft að yfirgefa salinn fimmtán mínútum áður en sýningu lauk í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.

Bergur leikur nú í leiksýningunni Sýningin sem klikkar sem sýnt er á Nýja sviði Borgarleikhússins. Það er þó ekki bara nafn sýningarinnar sem klikkar, því samkvæmt stöðufærslu sem Bergur Þór birti á Facebooksíðu sinni, þá er enn þá margt sem klikkar í þjónustu við fatlaða einstaklinga, sem fá ekki að njóta þjónustu eftir eigin hagsmunum og óskum, heldur eftir klukkunni.

„Þegar var farið að spyrjast fyrir um hvort eitthvað alvarlegt hafi komið upp á var skýringin sú að akstur stendur henni ekki til boða eftir klukkan tíu á kvöldin. Henni er semsagt smalað upp í bíl áður en tjaldið fellur.“

Bergur segir að líklega hafi konan vegna þessa aldrei séð Hamlet deyja eða Nóru yfirgefa dúkkuheimilið.

„Hún fær aldrei allan pakkann eins og við hin, hvort sem við notum almenningssamgöngur eða einkabíl. Hún fær ekki að vita hver lokin eru. Henni var meinað að sjá síðasta korterið af gamanleiknum á Nýja sviðinu í kvöld vegna þess að bílstjórinn þurfti að flýta sér.“

Bergur segir að svipað atvik hafi komið upp áður en leikarar staðið í þeirri trú að þetta hefði verið bætt.

„En svo virðist ekki vera. Er áætlun um NPA (notendastýrða persónulega aðstoð) einhvers virði? Við höfum verið að lesa fréttir af fötluðum börnum sem gleymst hafa í rútum eða þeim hent út á röngum stöðum. Þetta er auðvitað ekki í lagi. Mig grunar að þetta standi nærri mannréttindabrotum. Ég bið það fólk sem stolt er af þessum atvikum og aðbúnaði að gefa sig fram. Ef enginn gerir það þá verður að leggjast í að breyta þessu núna. Núna. Það er vond framtíðarsýn að kona í hjólastól fái enn ekki að sjá hvernig sagan endar árið 2024 af því bílstjórinn þarf að drífa sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn
Fréttir
Í gær

Grímur ósáttur: Arion banki rukkar látinn mann – Skorar á bankann að hætta að særa fólk

Grímur ósáttur: Arion banki rukkar látinn mann – Skorar á bankann að hætta að særa fólk
Fréttir
Í gær

Mynd dagsins: Nýr eigandi WOW Air flýgur um í Icelandair: „Æjæj og í verstu sætunum í vélinni“

Mynd dagsins: Nýr eigandi WOW Air flýgur um í Icelandair: „Æjæj og í verstu sætunum í vélinni“
Fréttir
Í gær

Sólveig í Eflingu um hörmungar Landspítalans: „Það kostar að leyfa græðginni að ráða för“

Sólveig í Eflingu um hörmungar Landspítalans: „Það kostar að leyfa græðginni að ráða för“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga beið í 32 mínútur eftir sjúkrabíl: „Ef hann hefði verið tæpur hefði hann verið löngu dauður“

Inga beið í 32 mínútur eftir sjúkrabíl: „Ef hann hefði verið tæpur hefði hann verið löngu dauður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvítur sendiferðabíll í ljósum logum við Smáratorg

Hvítur sendiferðabíll í ljósum logum við Smáratorg