fbpx
Mánudagur 22.apríl 2024
Fréttir

Strætóbílstjóri stöðvaði vagn og tuskaði til drengi: „Það flokkast undir barnaníð á góðri íslensku“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 6. febrúar 2018 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi Hafnfirðinga urðu vitni af því í gær þegar strætóbílstjóri veittist að piltum sem hafði köstuðu snjóbolta í strætisvagn. Í það minnsta þremur íbúum var brugðið við að sjá þetta, miðað við viðbrögð innan Facebook-hóps Hafnfirðinga. Svo virðist sem strætóbílstjórinn hafi stöðvað vagninn, farið út og haldið drengnum föstum. Svo virðist sem atvikið hafa átt sér um sjöleytið við Drekavellina. Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, segir í samtali við DV að bílstjórinn viðurkenni að hafa gripið í piltinn og málið sé í ferli.

Linda nokkur vakti athygli á málinu innan fyrrnefnds hóps. „Var að koma heim núna rétt áðan þá sé ég á grasinu hjá bílaplaninu að það eru tveir einstaklingar að berjast við annan einstakling. Vissi ekki alveg hvað var í gangi en vildi ekki láta þetta afskiptalaust því ég sé að sá sem er verið að ráðast á er að veita mótþróa þannig að ég kalla hvað er í gangi þá sleppa þau drengnum og hann kemur hlaupandi til mín. Þá hafði hann að mér skilst kastað snjóbolta í strætó og strætóbílstjórinn hlaupið eftir honum. En um leið og ég kallaði lét hann sig hverfa og tók símann af drengnum,“ skrifaði Linda en ekki náðist í hana við vinnslu fréttar. Að sögn Guðmundar Heiðars þá neitar bílstjórinn að hafa tekið síma piltsins, bílstjórinn hafi haldið á eigin síma.

„Flokkast undir barnaníð á góðri íslensku“

Íbúum var brugðið við þessa lýsingu og þó flestir töldu ekki jákvætt að piltar væru að henda snjóboltum í bíla þá afsaki það ekki þessi viðbrögð bílstjórans. Linda var spurð hvers vegna hún tók ekki niður nafn bílstjórans og þá svaraði hún: „Hann hélt honum niðri veit ekki hvort hann hafi meitt hann en þetta gerðist allt pínu hratt og sá aldrei bílstjórann því hann var fljótur að hlaupa í burtu þegar ég kallaði.“

Margir fordæmdu hegðun bílstjórans svo sem einn maður sem sagði þetta einfaldlega ofbeldi. „þetta heitir að beita barn ofbeldi að kaffæra það í snjó. Ef þetta væri barnið mitt, guð hjálpi fólkinu sem meiðir barnið mitt,“ skrifaði maðurinn, sem heitir Svavar. Hann sagði enn fremur að þetta væri alvarlegt mál. „Krakkar henda snjóboltum í bíla það hefur verið rosa geim hjá þeim í yfir 2-300 ár og er ekkert að fara að breytast. Þó svo að sú framkoma sé ólíðandi og ekki sniðug þá finnst mer þetta full hart að meiða barn. Það flokkast undir barnaníð á góðri íslensku og vel hægt að afgreiða hlutina eða uppákomur eins og þessa á faglegri hátt en að meiða barn,“ skrifaði Svavar.

Leit ekki vel út

Fljótlega stigu fleiri Hafnfirðingar fram og sögðust hafa orðið vitni af atvikinu. Einn karlmaður sagðist hafa lent fyrir aftan strætó við Drekavellina sem var lagt þvert yfir götuna og án bílstjóra. Annar karlmaður skrifaði í þræðinum: „Úff, var það í gangi. Sá einmitt strætóinn þar sem hann stóð mannlaus og lokaði Drekavöllunum, ábyrg hegðun hjá bílstjóranum, svo kom hann á fullri ferð fram hjá mér skömmu síðar.“

Ein kona sem varð vitni af þessu sagði að þetta hafi ekki litið vel út. „Ég sá þetta og keyrði nokkrum sinnum fram hjá að tékka hvort það væri ekki allt í góðu… Þetta leit frekar illa út og var allt mjög skrýtið,“ skrifaði konan.

Verður rætt við foreldra

Guðmundur segir að það verði rætt við bílstjórann. „Það er alvarlegt að heyra af svona löguðu. Þó að strákarnir hafi gert eitthvað rangt, að kasta snjóbolta, þá er þetta ekki hegðun sem við viljum sjá. Þetta er fullorðinn maður,“ segir Guðmundur. Líkt og fyrr segir neitar bílstjórinn ekki sök og ber fyrir sig snjóboltakastinu. „Hann segir að strákarnir hafi kastað í bílinn og hann hafi farið út, viðurkennir það, og gripið í annan strákinn og sagt honum að þetta mætti ekki. Hann segir það ekki rétt að hann hafi tekið símann af stráknum. Hann var með eigin síma í hendinni. Við ætlum að reyna að koma okkur í samband við foreldrana og málið er í ferli,“ segir Guðmundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Zelenskyy segir að nú eigi Úkraína möguleika á að sigra í stríðinu

Zelenskyy segir að nú eigi Úkraína möguleika á að sigra í stríðinu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað ef Rússar sigra í stríðinu í Úkraínu? – Sífellt fleiri sérfræðingar velta þeirri niðurstöðu nú fyrir sér

Hvað ef Rússar sigra í stríðinu í Úkraínu? – Sífellt fleiri sérfræðingar velta þeirri niðurstöðu nú fyrir sér
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði dóm yfir ungum stórsmyglara