fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Hættið að rífast um MMA!

Svarthöfði
Laugardaginn 15. desember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Nelson var að slást um daginn. Eins og venja er fer Ísland á hliðina og skiptist fólk í tvær fylkingar sem takast á í nokkra daga. Báðar fullvissar um eigið ágæti og telja sig hafa sannleikann í bakhöndinni. Hvor hópurinn verður ofan á veltur yfirleitt á úrslitunum hjá Gunnari sjálfum.

Sumir fyllast heilagri vandlætingu, kalla þetta blóðbað og kalla eftir bönnum. Að það geti ekki talist íþrótt þegar tveir einstaklingar stíga inn í hringinn til að reyna að gera hvor annan meðvitundarlausan. Þetta er yfirleitt fólk af eldri kynslóð og háskólamenntað pakk. Forræðishyggjulið sem þykist vita hvað öðrum er fyrir bestu.

Bolirnir fylkja sér á bak við Gunnar og hans iðju. Segja að hann sé frábær fyrirmynd fyrir æsku landsins. Heilsteyptur og góður piltur. Þetta fólk reynir líka að ljúga því að okkur að þetta sé allt saman mjög faglegt og enginn í raunverulegri hættu. Sem er auðvitað hlægilegt kjaftæði. Það vita allir innst inni að þetta er stórhættulegt.

Svarthöfða finnst þessi umræða vera ákaflega þreytt og lýjandi. MMA er hættulegt og það ætti að leyfa það. Hver sem er nógu heimskur til að taka þátt í þessu ætti vitaskuld að mega það. En glæpurinn er hversu fjári leiðinlegt þetta er. Að sjá tvo menn faðmast, liggjandi á nærbuxunum er afleitt afþreyingarefni. Kannski yrði það skárra ef þeir fengju að nota vopn.

Svarthöfði leggur til að sjónvarpsstöðvarnar hérna hætti að sýna þessa bölvuðu vitleysu en taki almennilegt hringleikahús inn í staðinn. Ameríska fjölbragðaglímu. Það er langtum betri skemmtun, bæði innan hringsins og utan. Í fjölbragðaglímunni er gegnumgangandi söguþráður, litríkar persónur og langtum tilþrifameiri fangbrögð en sjást í MMA.

Amerísk fjölbragðaglíma er ekki bara skemmtilegri heldur er hún einnig ærlegri. Þar eru leikendur ekki að þykjast vera neitt annað en þeir eru. Vöðvaskrímsli á sterum og kókaíni sem deyja flestir langt fyrir aldur fram. Ef við ætlum að leyfa bardagaíþróttir í skylmingaþrælastíl þá ættum við að gera það með stæl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið