fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. desember 2018 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir spyrja sig að því á samfélagsmiðlum hvað vaki fyrir þingmönnum Miðflokksins með undirbúningi að dómsmáli gegn Báru Halldórsdóttur. Eva Hauksdóttir er ein þeirra og veltir hún því fyrir sér hver mögulegur ávinningur þeirra geti orðið af slíku dómsmáli. Líkt og greint hefur verið frá þá hefur Bára verið boðuð fyrir dóm. Málið kemur í kjölfar þess að fjórir af sexmenningunum frá Klaustri sendu beiðni til Persónuverndar um rannsókn málsins.

„Ég sé ekki hvað það er sem Klausturriddararnir ætla að græða á því að draga Báru fyrir dóm. Það er í fyrsta lagi langt frá því að vera sjálfgefið að þau vinni slíkt mál því þarna voru opinberar persónur á opinberum vettvangi og það sem þau sögðu (og hlustuðu á athugasemdalaust) á erindi við almenning. Það er eins víst að þau skíttapi og fái aðra opinbera flengingu,“ segir Eva.

Eva Hauksdóttir

Eva telur að ef þingmennirnir myndu vinna málið þá myndi það ekki baka þeim neinar vinsældir. „Þau geta í allra mesta lagi fengið einhverjar krónur í miskabætur, upphæð sem skiptir þau engu máli. Það mun ekki breyta neinu um afstöðu almennings en það myndi auka andúðina á þeim til muna. Bára mun aldrei þurfa að borga krónu. Ef hún ákveður ekki bara að hundsa dóminn algerlega og fleygja öllum innheimtubréfum í ruslið, þá mun almenningur skjóta saman til að greiða kostnaðinn og þarf ekki einu sinni að vera í sérstöku jólaskapi til þess,“ segir Eva.

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og fyrrverandi formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga, kemur með kenningu í athugasemd við færslu Evu. Hann telur að markmiðið sé til lengri tíma að endurskrifa söguna. „Gefum okkur að það sé lógík í þessari ákvörðun þeirra (sem ég er ekki fullviss um), þá dettur mér helst í hug að markmiðið sé að skapa sér vígstöðu í framtíðinni til að endurskrifa söguna. Hugsum okkur að Persónuvernd skili umsögn eftir dúk og disk um að það sé nú ekki í samræmi við persónuverndarlög að hljóðrita annað fólk – og svo myndu málaferli gegn Báru velkjast í kerfinu og hún fengi kannski einhverja sekt eða í það minnsta dómsorð um að upptakan hafi verið lögbrot,“ segir Stefán.

Hann segir að ef þetta yrði niðurstaðan þá gæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nýtt sér það til að endurskrifa söguna. „Þá getur SDG endurskrifað söguna á þann hátt að það hafi jú verið eitthvað Klaustursmál og það hafi nú verið svona og svona – en dómstólar að lokum sýnt fram á að um lögbrot hafi verið að ræða. Og ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins og kemst að þeirri niðurstöðu að hér sé margt í mörgu. Í raun ekki ósvipað og þegar SDG reyndi að spinna Panama-málin eftir á með því að segja að úrskurður skattsins í hans málum hefði í raun hvítþvegið hann,“ segir Stefán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu