Þriðjudagur 25.febrúar 2020
Fréttir

Vísar í vafasöm Youtube-myndbönd á Alþingi: „Fordómar þínir gagnvart Evrópubúum eru alveg með ólíkindum“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Laugardaginn 8. desember 2018 16:00

Jón Þór Þorvaldsson - Þingmaður Miðflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og frægt er orðið fór Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, í leyfi í vikunni vegna Klaustursmálsins svokallaða. Við sæti hans á þingi tók varaþingmaðurinn Jón Þór Þorvaldsson en áður hafði hann leyst Bergþór af hólmi í október á þessu ári. Fyrsta verk Jón Þórs á Alþingi var að stíga í ræðupúlt Alþingis og krefjast umræðna um yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um innflytjendur sem heitir „Global Compact for Safe Orderly and Regular Migration“. Hélt varaþingmaðurinn því fram að yfirgnæfandi hluti þjóðarinnar myndi setja spurningarmerki við þann samning ef það stæði fólki til boða að taka afstöðu til hans.

DV ákvað að kanna málið. Þegar betur er að gáð sést að ekki er um eiginlegan samning að ræða þar sem þjóðirnar sem skrifa undir yfirlýsinguna taka ekki á sig neinar lagalegar skuldbindingar og er það tekið margoft fram í yfirlýsingunni. Markmið yfirlýsingarnar snýst um að þjóðir heimsins séu með það sameiginlega markmið að skerpa það ferli sem fólk þarf að ganga í gegnum þegar það er að flytjast á milli landa vegna vinnu eða náms til dæmis, en um 258 milljónir manna eru innflytjendur um allan heim. Einnig er tekinn fram í yfirlýsingunni vilji þjóða að berjast gegn andúð og rasisma gagnvart innflytjendum.

Segir að fólk sem hefur aðra skoðun á yfirlýsingunni gæti sætt refsingu

Jón Þór var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að ræða yfirlýsinguna þar sem þáttarstjórnandi hélt því fram að um bindandi samkomulag að ræða, sem það er ekki. Þar sagði Jón Þór meðal annars:

„Ég fór að rýna í plaggið og lesa mig aðeins til og fylgjast með umræðum inn í Evrópuþinginu og sá þar umræður um þessa hluti og fór þá að lesa þennan samning og hann er nokkuð langur og ítarlegur og byrjar á ágætum nótum og kannski í grunninn mannúðarmál. En eins og allir svona alþjóðasamningar þá er hann þannig gerður að þeir sem undir hann rita, það er enginn þvingaður til þess, en þeir sem undir hann rita þeir hins vegar gangast undir skuldbindingar og meðal annars að færa í lög í sínu heimalandi, það sem samningurinn fjallar um, eitt af því er þetta að leiða í lög þessa skipulögðu, reglubundnu fólksflutninga. Hitt er líka það að umræða síðan um þennan samning, ef hann er genginn í lög, að þá má ekki hafa skoðun á honum, þannig að einstaklingar sem hafa skoðun á honum, það varðar refsingu ef þeir hafa aðra skoðun en samningurinn kveður á um og það megi jafnvel loka fjölmiðlum sem eru þeirrar skoðunar að, eða eru að útvarpa þeirri skoðun að þetta sé ekki gott plagg.“

DV hafði samband við Jón Þór til að spyrja hann út í ræðu hans á þinginu og yfirlýsinguna sjálfa. Spurði blaðamaður hann hvort hann hafi lesið yfirlýsinguna sjálfa og játaði hann því. Þegar hann var spurður hvaða ákvæði það væru í yfirlýsingunni sem myndi láta fólk sæta refsingu fyrir að tala gegn yfirlýsingunni eða að jafnvel yrði hægt að loka fjölmiðlum varð fátt um svör. Vísaði þingmaðurinn á Youtube-myndband sem hann sagði blaðamanni að horfa á til að hann myndi nú skilja hvað hann væri að tala um. Myndbandið sem Jón Þór sendi DV var merkt ungliðahreyfingu UKIP, en UKIP er stjórnmálaflokkur í Bretlandi sem hefur verið harðlega gagnrýndur þar í landi fyrir að ala á fordómum gagnvart útlendingum. Í myndbandinu eru fjórir þingmenn Evrópuþingsins að ræða yfirlýsinguna og segir einn þingmannanna meðal annars að með auknum fólksflutningi til Evrópu fylgi stórkostleg aukning á nauðgunum og morðum.

 

„Fordómar þínir gagnvart Evrópubúum eru alveg með ólíkindum“

„Ég er að biðja um umræðu. Ef þetta er svona þá getum við tekið umræðu um það, ef þetta er ekki svona þá er það bara gott mál. Það er einhver ástæða fyrir því að það er hópur þjóða sem hafa sagt sig frá því að skrifa undir þetta,“ segir Jón Þór við DV. Meðal þeirra ríkja sem ætla ekki að skrifa undir þessa yfirlýsingu eru Pólland, Austurríki, Ungverjaland, Ísrael og Bandaríkin ásamt því að Sannir Finnar í Finnlandi og AFD í Þýskalandi hafa lýst sig gegn þessari yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.

„Við erum að fara skuldbinda okkur til þess að setja lög sem uppfylla ákvæði þessa samnings,“ sagði Jón Þór. Eins og kom fram að ofan er yfirlýsingin ekki skuldbinding á neinar lagabreytingar á íslenskum lögum.

Þegar blaðamaður spurði Jón Þór frekar út í myndbandið sem hann sendi, meðal annars hvort hann þekkti forsögu Evrópuþingmannanna sem töluðu á myndbandinu sem hann sendi til DV, brást hann illa við og vildi ekki svara þeirri spurningu. Ljóst var að honum var mikið niðri fyrir. „Þetta er bara ekki fagmannlegt sem þú ert að gera núna… Vegna þessa máls hjá Miðflokknum þá ertu að leita í dyrum og dyngjum að öllu sem gæti verið tortryggilegt… Þú átt ekkert erindi með að spyrja mig um einhverja aðra hluti heldur þá sem ég hef sagt inn á Alþingi. Fordómar þínir gagnvart Evrópubúum eru alveg með ólíkindum… Viltu ekki bara gera þetta eins og þið hafið oft gert bara skálda í eyðurnar, þetta samtal verður ekki lengra.“ Þegar blaðamaður spurði hvort hann mætti ekki spyrja frekar út í myndbandið sem hann sendi sagði hann: „Á ég að spyrja þig út í þetta myndband?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrverandi þingmaður varar við sölu Íslandsbanka: Eru allir búnir að gleyma þessu?

Fyrrverandi þingmaður varar við sölu Íslandsbanka: Eru allir búnir að gleyma þessu?
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðmundi þykir líklegt að þingflokkur Miðflokksins hafi farið á duglegt fyllerí í síðustu viku

Guðmundi þykir líklegt að þingflokkur Miðflokksins hafi farið á duglegt fyllerí í síðustu viku
Fréttir
Í gær

Davíð hellir sér yfir borgarstjóra: „Ætli Dagur hafi aldrei spurt sig: Af hverju fæ ég svona há laun?“

Davíð hellir sér yfir borgarstjóra: „Ætli Dagur hafi aldrei spurt sig: Af hverju fæ ég svona há laun?“
Í gær

Mái snýr aftur

Mái snýr aftur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Frosti lætur af störfum hjá ORF Líftækni

Frosti lætur af störfum hjá ORF Líftækni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrottarnir í Hamraborg hvergi nærri hættir: „Þeir segjast ætla að ráðast á hann aftur ef hann talar við lögregluna”

Hrottarnir í Hamraborg hvergi nærri hættir: „Þeir segjast ætla að ráðast á hann aftur ef hann talar við lögregluna”