fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Reynir Traustason ætlar að stefna Arnþrúði – „Nú gekk hún of langt“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. desember 2018 19:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á samviskunni, bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar?“

Þetta sagði Arnþrúður Karlsdóttir í símatíma Útvarpssögu í gærmorgun. Rétt er að taka fram að Reynir hefur aldrei verið ritstjóri Stundarinnar. Fréttablaðið greinir frá því núna í kvöld að Reynir Traustason fyrrverandi ritstjóri DV og stjórnarformaður Stundarinnar ætli ekki að sitja þegjandi og hljóðalaust undir slíkum ásökunum, ásakanirnar séu alvarlegar og um mikinn atvinnuróg að ræða. Ætlar hann að mæta Arnþrúði af fullri hörku. Arnþrúður sakaði Reyni einnig um að skrifa fréttir byggðar á lygi.

Arnþrúður sagði jafnframt:

„Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfinu sem hann lét með lygafréttum sem hann framleiddi.“

Í samtali við Fréttablaðið segir Reynir:

„Arnþrúður hefur sagt margt í gegnum tíðina en nú gekk hún of langt og þessum rakalausa atvinnurógi og ærumeiðingum verður mætt af fullri hörku.“

Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“