fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Kim Kardashian frelsar fanga: „Fyrirgefðu, Ég hélt þú vissir!“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 7. desember 2018 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í stiklu fyrir væntanlegan þátt af Keeping Up With The Kardashians má sjá Kim Kardashian West tilkynna Alice Marie Johnson að forsetinn hafi samþykkt að henni verði veitt frelsi úr fangelsi. 

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West hélt til fundar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í maí og bað hann að  milda fangelsisrefsingu Alice Marie Johnson.  Alice var sakfelld árið 1996 í fyrir fíkniefnabrot og dæmd í lífstíðarfangelsi. Hún hefur ætíð haldið því fram að hlutur hennar í fíkniefnaviðskiptunum hafi aðeins verið að bera skilaboð á milli aðila, hún hafi aldrei komið að sjálfri sölunni. Þegar upp um fíkniefnaviðskiptin komst varð Alice notuð sem blóraböggull og voru menn fljótir til að benda fingri á hana gegn loforði um vægari refsingu. Alice hafði leiðst út í þennan hættulega bransa af sárri neyð, en hún var fimm barna móðir, hafði nýlega misst vinnuna og nýlega misst son sinn af slysförum. Kim Kardashian West sá myndband um mál Alice og fannst hún þurfa að leggja sitt af mörgum til að bæta úr þessu óréttlæti.

Hún leitaði því til sjálfs forseta Bandaríkjanna sem varð við beiðni hennar í júní og í dag er Alice Johnson frjáls kona. Kardashian West er fyrst og fremst raunveruleikastjarna svo að sjálfsögðu kemur þessi barátta hennar fram í þáttunum hennar Keeping Up With the Kardashians.  Í stiklu fyrir væntanlegan þátt má sjá þegar hún missir út úr sér við Johnson að hún sé að fara að losna úr fangelsi.  Kardashian hafði ekki hugmynd um að það ætti eftir að segja Johnson tíðindin. „Okkur tókst það. Vissirðu það ekki?“ segir Kardashian West forviða. „Drottinn minn dýri, Alice, þú ert frjáls“. Johnson verður að sjálfsögðu himinlifandi , æpir af gleði og Kardashian verður svo hrærð að hún þarf að berjast við að halda aftur tárum.  „Fréttirnar voru að berast. Forsetinn var að enda við að hringja í mig og segja mér að þú sért frjáls. Hann er búinn að skrifa undir pappírana. Fjölmiðlar hafa verið látnir vita og allt.“

Hjartnæma brotið má sjá hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“