fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Leyniupptökur: Þingmennirnir voru að tala um Írisi en ekki Áslaugu Örnu – „Hún er helvíti sæt stelpa“

Hjálmar Friðriksson, Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 30. nóvember 2018 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og frægt er orðið töldu þingmenn Miðflokksins og Flokk fólksins eina ákveðna konu í Sjálfstæðisflokknum ekki lengur „hot“. Þar voru þeir að ræða Íris Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum.

Athygli vekur að bæði RÚV og Stöð 2 töldu þessa lýsingu eiga við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem og raunar Gunnar Bragi Sveinsson, sem bað hana afsökunar. Stöð 2 lagði til að mynda þau ummæli sérstaklega undir hana í sjónvarpsfréttum. Eftir því sem DV kemst næst er hvergi minnst á Áslaugu í upptökunum.

Jón Gnarr benti á á Twitter að Gunnar Bragi hafi beðið Áslaugu afsökunar, þó hann hafi ekki munað eftir því að hafa sagt neitt um hana.

Ummæli um Írisi féllu í samhengi við næsta prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Þingmennirnir spáðu í spilin og voru að velta fyrir sér hverjir myndu raðast í efstu sætin. Hægt er að hlusta á upptökuna hér fyrir neðan.

Bergþór: Nú verðum við að fara að drekka eitthvað annað.

Gunnar Bragi: Hætt‘essu helvítis appelsíni!

Sigmundur: Ef ég skýt inn áður en Sýslumaður svarar…

Sigmundur: „Það er hún stelpa í Vestmannaeyjum“

Anna Kolbrún: Já, þessi Áslaug…?

Bergþór: „Íris.“

Anna Kolbrún: Hún gæti verið….  […]

Sigmundur: „Já.“

Gunnar Bragi: „Ég held að Íris Róbertsdóttir gæti verið helvíti öflug, hún er helvíti sæt stelpa.“

Anna Kolbrún: „En er hún ekki nógu flott?

Gunnar Bragi: „ÖL!

Karl Gauti: Jú, ég þekki hana mjög vel.

Sigmundur: Þetta er svona móment, með því að fá einhverja unga konu. Ung kona í Sjálfsstæðisflokknum, ungt fólk og þeir hugsa: „Lyftum henni.“

Gunnar Bragi: Hún gæti fengið eitthvað í Keflavík. Bara fyrir að vera kona…

Hún gæti náð öðru sætinu, hún gæti náð þriðja sætinu.

….

Það sem vefst fyrir henni er að hún og hann þarna… fyrsta sætið…

– Elliði.

…Þau hatast.

Nei, Páll…

-Elliði!

Ég held að hún komi… […]

Bergþór: Nú ætla ég að segja eitt sem er mjög dónalegt.

Hún er ung, en það fellur hratt á hana.

Hún er miklu minna hot í ár heldur en hún var fyrir fjórum árum síðan.

-Í ALVÖRU?

Já.

Það er ótrúlegur munur.

Sigmundur: „Og á þeim forsendum segi ég að hún hrynji niður listann.“

Bergþór: „Eðlilega.“

Ég meina, í fjarlægð er hún mjög flott…. […]

Þau í Keflavík gætu kosið hana sko. Hún lítur flott út… […]

Anna Kolbrún: Viljið þið velta fyrir ykkur, ef þetta væri karl…

-Æ!

Gunnar Bragi: Leyfðu okkur nú að eiga þessa stund saman!

Anna Kolbrún: Ef þetta væri Páll Magnússon?

Gunnar Bragi: Hann er ekkert sexí!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“