fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Samúel Jói sagður hafa farið þrisvar í Ísaksskóla – Gómaður með kókaín á lærunum: Barði mann með kassagítar

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 26. nóvember 2018 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samúel Jói Björgvinsson, sem varð tvítugur í september, hefur verið ákærður fyrir fjölda brota, þar á meðal fyrir innflutning á kókaíni. Fyrir helgi staðfesti Landsréttur 22 mánaða fangelsisdóm yfir honum í öðru máli, en þar var hann dæmdur fyrir slá mann í hausinn með kassagítar. Sá maður var jafnframt stunginn í kviðinn af Antoni Erni Guðnasyni sem hlaut fimm og hálfs árs dóm.

Samúel Jói er nú ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en hann var gómaður á Leifsstöð í júní með tæplega kíló af kókaíni límt utan á læri sín. Hann var að koma frá Alicante á Spáni.

Hann er ennfremur ákærður fyrir fjölmörg minni brot. Hann er sakaður um að hafa brotist samtals þrisvar sinnum inn í Ísaksskóla í þeim tilgangi að stela verðmætum en í hvert skipti yfirgaf hann húsnæðið án þess að hafa nokkuð með sér. Hann er auk þess ákærður fyrir að hafa ítrekað hnuplað ýmsum tölvuvarningi úr Elko og Tölvulistanum.

Ofan á þetta er hann sakaður um tvö fíkniefnalagabrot. Annars vegar fundust ríflega fjögur grömm af ecstasy í úlpu hans þann 4. mars 2017. Hins vegar var hann gómaður með talsvert magn fíkniefna á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í fyrra. Þá fundust á honum 17 töflur af ecstasy, ríflega 65 grömm af amfetamíni, ríflega sex grömm af kókaíni og um 20 grömm af ecstasy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru