fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Ingólfur segir strákana okkar ómenntaða, geðsjúka og hrædda: „Og þeir munu halda áfram að drepa sig“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. nóvember 2018 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður hefur getið sér gott orð fyrir að varpa ljósi á geðvandamál ungra manna. Sjálfur glímir hann við alvarlega kvíðaröskun um árabil og hefur hann talað opinskátt um það.

Ingólfur deilir á Twitter pistli Hafdísar Bjargar Kristjánsdóttur en sá pistill hefur vakið geysimikla athygli. Hafdís velti fyrir sér hvort það sé einhver tenging á milli femínisma og sjálfsvíga ungra karla. Sitt sýnist hverjum um þann pistil en sumir hafa fagnað honum meðan aðrir fordæma hann.

Sjá einnig: Hafdís Björg tengir femínisma við sjálfsvíg: „Á mánudagskvöldinu voru FJÖGUR sjálfsvíg sem áttu sér stað“

„Við búum í samfélagi þar sem ungir karlar drepa sig, þar sem lítið er gert úr orðum þeirra vegna kyns, þar sem einhliða frásagnir kvenna í fjölmiðlum stúta þeim, þar sem misheppnað daður getur orðið að kynferðislegu áreiti þar sem þeir þora ekki að berjast fyrir sjálfa sig, þar sem þeir líða fyrir karllæga menningu og kvenfyrirlitningu fyrir þeirra tíma. Ólæsir, ómenntaðir, láglaunaðir, fangelsaðir, gerendur, geðsjúkir, hræddir. Það eru strákarnir okkar í dag,“ segir Ingólfur.

Hann segir að samfélagið verði hlúa að ungum mönnum. „Og þeir munu halda áfram að drepa sig, stundum fjórir á dag, stundum einn á viku, ef samfélagið býður þá ekki velkomna, ef samfélagið hlúir ekki að þeim. Það þarf að tala við strákana okkar, en ekki tala niður til þeirra,“ segir Ingólfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Í gær

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Í gær

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Í gær

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins