fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Birgir ákærður fyrir stórfelld skattsvik – „Ég tjái mig bara í réttarsalnum“ – Var formaður Félags atvinnurekenda og er í stjórn Símans

Ágúst Borgþór Sverrisson, Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 2. nóvember 2018 17:42

Birgir S. Bjarnason. Mynd; Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál, ég tjái mig bara í réttarsalnum og þá kemur þetta allt í ljós,“ segir Birgir S. Bjarnason, fyrrverandi formaður Félags atvinnurekenda og núverandi stjórnarmaður hjá Símanum. Héraðssaksóknari hefur ákært Birgi fyrir stórfelld skattsvik.

Um er að ræða undanskot frá skatti upp á tæplega 25 milljónir króna en DV hefur undir höndum afrit af ákæru Héraðssaksóknara. Málið snýst um fyrirtæki Birgis, Íslensku umboðssöluna hf, en hún er hætt rekstri. Birgir er sakaður um að hafa haldið eftir staðgreiðslu launa hjá fyrirtækinu frá hausti 2015, í gegnum allt árið 2016 og fyrir janúar 2017. Staðgreiðslu skatta sem tekin var af launum starfsmanna var ekki skilað í ríkissjóð. Undanskotin fyrir hvern mánuð á tímabilinu nema frá um einni milljón og upp í ríflega tvær milljónir en öll upphæðin leggur sig á samtals 24.669.819 kr.

Brotið telst varða við 1. málsgrein 262. greinar almennra hegningarlaga n. 18/1940, samanber lagagrein frá 1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda.

Héraðssaksóknari krefst þess að Birgir verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Virtur maður í viðskiptalífinu

Birgir S. Bjarnason gegndi embætti formanns Félags íslenskra atvinnurekenda frá 2013 til 2017. Þar áður var hann framkvæmdastjóri félagsins. Birgir er núna stjórnarmaður hjá Símanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Í gær

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“