Mikill verðmunur var í flestum tilfellum á matvöru milli verslana í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem gerð var 28. ágúst. Oftast var yfir 40 prósent verðmunur á hæsta og lægsta verði í könnuninni eða í 57 tilfellum af 107
Í 37 tilfellum af 107 var yfir 60 prósent verðmunur á hæsta og lægsta verði.
Iceland var oftast með hæsta verðið eða í 76 tilfellum af 107 en Bónus oftast með það lægsta eða í 69 tilfellum af 107. Lítill munur er á verði í Krónunni og Bónus.
22 króna verðmunur á vörukörfunni í Bónus og Krónunni Samanburður á vörukörfu sem inniheldur vörur sem voru til í öllum verslunum (nema Costco) sýnir 2.403 kr. eða 29% verðmun á milli verslana. Vörukarfan sem inniheldur vörur úr nokkrum vöruflokkum var ódýrust í Bónus, 8.210 kr. en dýrust í Iceland þar sem hún kostaði 10.612 kr.
Athygli vekur að einungis 27 króna munur er á þessari vörukörfu milli Bónus og Krónunnar og ef allur vörulistinn sem tekinn var fyrir í könnuninni er skoðaður má sjá að munurinn er oftast einungis nokkrar krónur og oft bara ein króna. Krónan er því með næst ódýrustu vörukörfuna í þessu dæmi, 8.236 kr. en Hagkaup með þá næst dýrustu, 9.469 krónur.
Neytendur geta því auðveldlega sparað sér töluverðar upphæðir með því að versla þar sem vöruverð er lágt.