fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Þessir hvalir eru á leið til Íslands: Heimili þeirra verður í gömlu kví Keikós – Sjáðu myndbandið

Auður Ösp
Miðvikudaginn 27. júní 2018 14:36

Litli Grár og Litli Hvítur eiga langt ferðalag fyrir höndum. Ljósmynd/Skjáskot af vef Independent

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmanneyjum í mars á næsta ári. Tveir mjaldrar(e. beluga whales), þeir „Litli Hvítur“ (Little White) og „Litli Grár“ (Little Grey) munu þá fá að synda frjálsir og sælir um í sérsmíðaðri kví í Klettsvík, sem áður hýsti frægasta háhyrning heim, Keikó.

Greint er frá opnun griðasvæðisins á vef Independent í dag. Fréttablaðið greindi frá því í lok árs 2016 að fyrirtækið Merlin Enter­tainments væri að undirbúa komu þriggja mjaldra til Vestmannaeyja þar sem markmiðið væri að koma dýrunum úr dýragarði í eigu fyrirtækisins og yfir í náttúrulegt umhverfi. Sjávarútvegsráðuneytið og MAST gáfu síðan grænt ljós á komu hvalanna í júní á síðasta ári. Í apríl síðastliðnum heimilaði umhverfis og skipulagsráð Vestmannaeyja The Beluga Building Company ehf. afnot af svæðinu í Klettsvík.

Hvalirnir tveir sem væntanlegir eru til landsins hafa undanfarin sjö ár verið til sýnis í Changfeng Ocean World sjávardýrasafninu í Shanghai  þar sem þeir leika lystir sínar fyrir áhorfendur.

Góðgerðarsamtökin Sea Life Trust hafa undanfarin sex ár unnið að því að koma hvölunum hingað til lands í öruggt skjól. Í samtali við Independent segir Cathy Williamson, verkefnastjóri hjá Whale and Dolphin Conservation að það muni kosta þónokkur átök að flytja hvalina hingað til lands, og vafalaust munu flutningarnir valda þeim töluverðri streitu. Þá munu þeir þurfa dágóðan tíma til að aðlagast breyttum heimkynnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru