fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Fréttir

Bæjarfulltrúi leigir út íbúðarrými í ólöglegu iðnaðarhúsnæði

Björn Þorfinnsson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 1. júní 2018 09:00

Nýkjörinn bæjarfulltrúi, Magnús Sigfús Magnússon, leigir út tvær íbúðir í þessu ólöglega iðnaðarhúsnæði í Sandgerði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs vann H-listinn góðan kosningasigur. Alls voru níu sæti bæjarfulltrúa í boði og hreppti H-listinn tvö þeirra. Skömmu eftir kosningar var tilkynnt um að meirihlutaviðræður H-listans og Sjálfstæðisflokksins stæðu yfir en listi hinna síðarnefndu hreppti þrjú sæti í bæjarstjórn. Oddviti H-listans, Magnús Sigfús Magnússon, sem er formaður Verkalýðs- og Sjómannafélags Sandgerðis, á og leigir út þrjár íbúðir í ólöglegu húsnæði í bænum. Magnús átti sæti í bæjarstjórn síðasta kjörtímabil en pólitískir andstæðingar hans vilja meina að slíkt brask sæmi ekki bæjarfulltrúa í sveitarfélaginu. Magnús vísar því á bug og segir ekkert óeðlilegt við viðskipti sín.

 

Magnús Sigfús Magnússon, bæjarfulltrúi og formaður Verkalýðs- og Sjómannafélags Sandgerðis.

Fékk húsnæði fyrir vinnu

Magnús keypti um mitt ár 2011 af Landsbankanum og var kaupverðið 12,2 milljónir króna. Um er að ræða tvö iðnaðarbil, annars vegar rými sem er 65 fermetrar og hins vegar rými sem er 140 fermetrar. Í dag er búið að innrétta þrjú íbúðarrými í húsnæðinu og leigir bæjarfulltrúinn þau út.

DV hafði samband við Magnús og spurðist fyrir um eignirnar og hvernig til kom að hann fór að leigja þær út. „Það kom bara til að ég var með skrifstofuhúsnæði þarna og það fengu menn að vera þarna inni, það er ekkert,“ sagði Magnús. Þegar hann var spurður um hversu margir einstaklingar væru í húsnæðinu sagði hann þá vera tvo. Eftir að blaðamaður tilkynnti honum að höfundar greinarinnar hefðu farið að skoða húsnæðið og fengið þær upplýsingar frá íbúa að þrjár íbúðir væru leigðar út, breytti hann frásögn sinni á þá leið að hann væri aðeins að leigja tvær út og eina væri hann bara að lána. „Það er maður sem hefur verið þarna í skiptivinnu. Hann gerði þessa íbúð klára bara fyrir sjálfan sig og fékk að vera þarna, það er ekkert flókið,“ sagði verkalýðsleiðtoginn. Magnús upplýsti blaðamann enn fremur um að hann rukkaði um 100 þúsund krónur fyrir bæði rýmin sem eru í útleigu.

Málið fór heldur að flækjast þegar DV óskaði eftir upplýsingum um hvort Magnús hefði óskað eftir leyfi fyrir framkvæmdunum. Hann játti því en sagði síðan að hann væri ekki búinn að skila inn teikningum. Þess má geta að DV hafði samband við skipulags- og byggingarfulltrúa Sandgerðis eftir símtalið. Samkvæmt því samtali hefur enginn sótt um leyfi til að breyta húsnæðinu í íbúðarhúsnæði. Hvorki umsókn né teikningar liggja inni á borði yfirvaldsins vegna Strandgötu 21a og b.

Þegar Magnús var spurður hvort svona brot hæfði bæjarfulltrúa og formanni verkalýðsfélags svaraði hann: „Nú ertu kominn út í einhverja hártogun, en ég er staddur úti á golfvelli og gefðu mér aðeins tíma til að hérna … og hringdu aftur í mig þegar ég er kominn í land allavegana”

DV reyndi ítrekað að hafa samband við Magnús eftir þetta símtal en án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“
Fréttir
Í gær

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórtíðindi í nýjustu skoðanakönnuninni – Halla Tómasdóttir komin í annað sæti

Stórtíðindi í nýjustu skoðanakönnuninni – Halla Tómasdóttir komin í annað sæti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Algjör steypa“ að það sé glerbrot og hrossaskítur í neftóbaki

„Algjör steypa“ að það sé glerbrot og hrossaskítur í neftóbaki