fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Íslendingar kaupa eftirlíkingar af landsliðstreyjunni á Aliexpress – „Nú verður allt vitlaust“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir Íslendingar virðast hafa keypt sér eftirlíkingar af treyju íslenska landsliðsins í knattspyrnu ef marka má umræður í fjölmennum hópi á Facebook.

Íslenska karlalandsliðið býr sig undir heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar og má búast við því að margir klæðist treyju íslenska liðsins í júní. Treyjurnar voru kynntar til leiks við hátíðlega athöfn í mars síðastliðnum og virðast framleiðendur sem selja vörur sínar á Aliexpress hafa verið fljótir til og hafið framleiðslu á eftirlíkingum.

Í umræðum í Facebook-hópnum Verslun á netinu birti ung kona, Guðrún að nafni, mynd af sér í búningnum. „Nú verður allt vitlaust,“ sagði hún og bætti við: „Frábær gæði og heim komin með tollafgreiðslu rúmar 1900 kr. Innifalið nafn og númer áprentað.“

Treyja íslenska liðsins er hönnuð og framleidd af Errea og kostar hún um tólf þúsund krónur í verslunum hér á landi. Það er því ljóst að neytendur geta sparað sér stórfé en á móti kemur að Errea og Knattspyrnusamband Íslands verða af tekjum eins og kom fram í sambærilegum umræðum í kringum Evrópumótið árið 2016.

Í mars árið 2016 sagði Þorvaldur Ólafsson, eigandi Errea á Íslandi, að töpuð sala væri fyrst og fremst tap Errea. Hann benti þó á að KSÍ fengi hluta af söluandvirðinu og sá hlutur færi eftir fjölda seldra búninga. „Það er ekki verið að styðja landsliðið með þessu,“ sagði hann.

Margir Íslendingar sem sækja í búninginn virðast vera meðvitaðir um þetta en samt sem áður standa á sama. „Ég borga þá frekar 1900kr fyrir fake drasl heldur en 15000 fyrir orginaldrasl!,“ segir Guðrún sem setti þráðinn upphaflega inn. Þá hafa sumir hverjir áhyggjur af því að treyjurnar verði stöðvaðar í tollinum.

Þegar þetta er skrifað hafa hátt í 300 athugasemdir verið skrifaðar og ljóst að margir eru áhugasamir um treyjurnar. Einn í þræðinum dregur það ágætlega saman í stuttri setningu þegar hann segir: „Greinilega margir að kaupa fake.“ Á einni af þessum síðum sem selur eftirlíkingar má sjá að nú þegar hafa 168 treyjur verið pantaðar.

Í samtali við Morgunblaðið árið 2016 sagði Þorvaldur að KSÍ og Errea hefðu átt í viðræðum við tollinn og póstinn um lausn á málinu. Benti hann á að fólk þurfi að framvísa kvittunum frá Aliexpress þegar vörur eru sóttar þar sem fram kemur um hvaða vöru sé að ræða. Þá sé hægt að kæra viðkomandi fyrir brot á lögum um höfundarrétt ef um innflutning í miklu magni er að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos