fbpx
Laugardagur 06.júní 2020
Fréttir

Hætta við allsherjarsöfnun: Sameiginleg yfirlýsing segir frá velvilja og hótunum

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 15. apríl 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í DV á föstudag birtist frétt um allsherjarsöfnun sem þær Kristjana Sveinsdóttir og Rannveig Tenchi voru búnar að koma á fót fyrir fórnarlömb brunans í Miðhrauni þann 5. apríl síðastliðinn og miðjöfn viðbrögð á samfélagsmiðlum við þeirri söfnun.

Í langri færslu sem þær deildu á Facebook segir meðal annars: „Söfnunin verður í gangi til 10. maí næstkomandi og um helgina verður opnaður Facebook-hópur fyrir velunnara hennar þar sem hægt verður að fylgjast með framgangi hennar. Við munum tilkynna vikulega hvernig söfnuninni fram vindur inni í þessum hóp þar til styrkirnir verða greiddir út til þeirra fjölskyldna og einstaklinga sem misstu sínar eigur í brunanum. Höfum við nú þegar leitað til forsvarsmanna Geymslur.is til þess að fá nauðsynleg gögn yfir þessa aðila svo við getum skipt upphæðinni á milli þeirra á sanngjarnan hátt.“

Þrátt fyrir gagnrýni á söfnunina hugðust þær halda ótrauðar áfram og voru búnar að stofa Facebookhóp þar sem markmið söfnunarinnar voru skilgreind.

Fyrr í dag gáfu þær hins vegar út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þær greina frá því að þær eru hættar með söfnunina og ástæðurnar fyrir því að þær hættu. Lesa má yfirlýsinguna í heild hér fyrir neðan:

Kæru velunnarar söfnunarinnar í Miðhrauni

Forsendur fyrir fjársöfnun vegna brunans í Miðhrauni í byrjun apríl eru því miður brostnar og munum við endurgreiða þá fáeinu þúsundkalla sem komu inn á söfnunarreikninginn í vikunni áður en við eyðum honum fyrir vikulok. Við munum taka skjáskot af söfnunarreikningnum „fyrir og eftir“ millifærslurnar svo allt sé upp á borðum og 100% gagnsæi eins og við tókum skýrt fram að við myndum gera í markmiðum söfnunarinnar.

Ástæðan fyrir því að við hættum með söfnunina er sú að þrátt fyrir heilmikinn velvilja fólks í kringum okkur og þeirra listamanna sem voru tilbúnir til þess að leggja hönd á plóginn þá hefur söfnunin ekki gengið sem skyldi og gagnrýnis- og tortryggniraddirnar einfaldlega of háværar til að framhjá þeim sé litið.

Þótt okkur þyki það auðvitað mjög leitt þá er ekki hægt að horfa framhjá því að þetta málefni virtist ekki fá hljómgrunn meðal almennings. En það var vissulega einnig sorglegt að sjá hversu lágt fólk gat lagst í sínum athugasemdum og útúrsnúningi. Verstar þóttu mér þó hótanirnar sem mér bárust persónulega vegna þessa framtaks sem átti að verða fólki til góðs og skapa samhug með þeim fjölskyldum sem eiga um sárt að binda vegna brunans.

Það eru því ákveðin vonbrigði að hafa ekki tekist að ná markmiðum okkar en við vonum innilega að umræðan verði þó til þess að vekja fólk til umhugsunar um hvort og hvernig við getum orðið öðrum að liði þegar svona áföll dynja yfir.

Öll aðstoð skiptir máli eftir svona skipsbrot.

Kærleikskveðja

Kristjana Sveinsdóttir , Rannveig Tenchi og Helena Hauksdóttir Jacobsen

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Ólafur Hand sýknaður
Fréttir
Í gær

Líf hjónanna breyttist eftir skoðunarferð í Grindavík – Björn íhugar málsókn

Líf hjónanna breyttist eftir skoðunarferð í Grindavík – Björn íhugar málsókn
Fréttir
Í gær

Lilja fór gegn tillögu við skipan Einars Huga sem formanns fjölmiðlanefndar

Lilja fór gegn tillögu við skipan Einars Huga sem formanns fjölmiðlanefndar
Fréttir
Í gær

Segir Icelandair skapa áhættu fyrir velferðarkerfið

Segir Icelandair skapa áhættu fyrir velferðarkerfið
Fréttir
Í gær

Óljós staða í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins

Óljós staða í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannhaf á Austurvelli – „Við viljum ekki vera hér. Við viljum lifa lífi okkar“

Mannhaf á Austurvelli – „Við viljum ekki vera hér. Við viljum lifa lífi okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Oddnýju hafa skellt blautri og skítugri tusku framan í stærstu atvinnugrein landsins

Segir Oddnýju hafa skellt blautri og skítugri tusku framan í stærstu atvinnugrein landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beindi skammbyssu að fötluðum manni á áttræðisaldri

Lögreglan beindi skammbyssu að fötluðum manni á áttræðisaldri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sími Hrannar hvarf á dularfullan hátt: „Pabbi breyttist í handrukkara“

Sími Hrannar hvarf á dularfullan hátt: „Pabbi breyttist í handrukkara“