fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Fréttir

Eva móðir Hauks: „Píratar eru sömu hryggleysingjarnir og Vinstri Græn“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. mars 2018 12:40

Haukur Hilmarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, sem er sagður hafa fallið í Afrin-héraði í Sýrlandi, fordæmir íslenska stjórnmálamenn fyrir gunguskap. Hún segir að þó margir stjórnmálamenn hafi sent henni samúðarkveðjur þá hafi enginn, hvorki í stjórn né stjórnarandstöðu, fordæmt árásir Tyrkja.

„Það versta er að vita ekki hvort ég á frekar að óska þess að sonur minn hafi komist af eða farist. Í fyrradag vonaði ég að hann væri ekki hjá Tyrkjum heldur hefði komist af og væri hjá Kúrdum. Líkurnar á því eru afskaplega litlar og ég segi ekki að ég hafi verið bjartsýn en möguleikinn var þó huggun. Eftir atburði gærdagsins er sá veiki möguleiki hreint ekki þægileg tilhugsun. Í gær féll fjöldi óbreyttra borgara í loftárásum Tyrkja og síðar gengu Jihadistar um göturnar og slátruðu fólki með sveðjum,“ segir Eva á bloggi sínu.

Hún segir að þau sem standa næst Hauki séu orðin örvæntingarfull. „Við óttumst um afdrif hans og finnst óbærilegt að geta ekki farið á staðinn til að leita. En Haukur valdi þó að minnsta kosti sjálfur að stofna sér í hættu. Milljónir óbreyttra borgara í Rojava hafa ekkert val. Og þótt við sveiflumst á milli ótta og sorgar er vanlíðan okkar smáræði í samanburði við kvalræði þeirra Kúrda sem vegna framgöngu „bandamanna“ okkar í Nató hafa misst heimili sín og lifibrauð, sjálfir í nagandi óvissu um afdrif sinna nánustu og eru kannski stórslasaðir sjálfir. Sumir örkumlaðir til lífstíðar og aðstandendur ýmist fallnir eða flúnir,“ segir Eva.

Hún gagnrýnir enn fremur harkalega viðbrögð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. „Enn hef ég ekki séð einn einasta íslenskan stjórnmálamann fordæma aðgerðir stuðningsmanna Assads í Rojava opinberlega. Enn hef ég ekki séð neinn þeirra fordæma innrás Tyrkja í Afrín opinberlega í krafti stöðu sinnar eða beita áhrifum sínum á nokkurn hátt gegn þeim hryllingi sem þar á sér stað. Margir stjórnmálamenn hafa sent mér samúðarkveðju og mér skilst að nokkrir hafi mætt á samstöðufundinn með Afrín  þann 17. mars en það er allt og sumt. Utanríkisráðherra sagði sjálfur upp í opið geðið á mér að innrás Tyrkja í Afrín kæmi Nató ekkert við. Á sama tíma og hann sýnir algert áhugaleysi á ástandinu í Afrín er hann dag eftir dag í fjölmiðlum að tjá sig um meinta manndrápstilraun Rússa í Bretlandi sem hann getur ekki vitað neitt um,“ segir Eva.

Hún ber þetta saman við innrásina í Írak árið 2003. „Í dag er 15 ára afmæli innrásarinnar í Írak. Sem Íslendingar studdu. „Ekki í mínu nafni“ segja margir. Jú, í þínu nafni. Og mínu. Því þótt tveir drulluhalar hafi tekið þá ákvörðun að skrá okkur í árásarstríð gegn fólki sem við áttum ekkert sökótt við, þá létum við það viðgangast. Við settum þá ekki af. Við lögðum ekki niður störf. Við hættum ekki að borga af lánunum okkar. Við hættum ekki að kaupa drasl. Við gerðum ekkert til að lama hjól atvinnulífsins eða nokkuð annað sem hefði getað komið þeim alvarlega úr jafnvægi. Við erum samsek. Við höfum Írak á samviskunni. Við getum heldur ekki þvegið hendur okkar af ofsóknum gegn Kúrdum. Við erum samsek á meðan við tökum ekki afstöðu.

„Einn Íslendingur hefur tekið skýra afstöðu með Kúrdum í Rojava. Sá maður er Haukur Hilmarsson. Ekki forsætisráðherra Íslands. Ekki utanríkisráðherra Íslands. Ekki formaður neins stjórnmálaflokks. Meira að segja Píratar eru sömu hryggleysingjarnir og Vinstri Græn,” segir Eva.

Hún segist ekki ætlast til þess að neinn fari að berjast í Sýrlandi: „Ég er ekki að biðja ykkur að fara til Rojava að berjast gegn Isis. Ég er ekki að biðja ykkur að reyna að beita riffli gegn loftsprengjum. Ég ætlast ekki til þess af nokkrum manni að hann sýni raunverulegt hugrekki. En þið, þingmenn, flokksleiðtogar og annað áhrifafólk sem horfir þegjandi upp á þær þjóðernishreinsanir sem eiga sér stað í Rojava, það er eitthvað alvarlegra en hugleysi sem hrjáir ykkur. Þið hafið ekkert að óttast. Tyrkir eru ekki að koma til Íslands til þess að varpa á ykkur sprengjum og láta Isis-liða hálshöggva ykkur. Ég efast ekki um að þið séuð upp til hópa gungur og aumingjar en það skýrir ekki þetta skeytingarleysi, þessa ærandi þögn. Ástæðan fyrir því að þið gerið ekkert róttækara en að rölta í miðbæinn og hlusta á ræður – ef þá einu sinni það – er einfaldlega sú að ykkur er sama.

„Ef ykkur er ekki sama, andskotist þá að minnsta kosti til þess að fordæma árásir Tyrkja á íbúa Rojava. Ekki bara á Facebook heldur í krafti stöðu ykkar. Lufsist til þess að láta Erdoğan heyra það. Ef þið gerið það ekki, þá hafið þið afhjúpað ykkur sem samskonar skítseiði og Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Búið að bola síðasta þolanda séra Gunnars úr Digraneskirkju

Búið að bola síðasta þolanda séra Gunnars úr Digraneskirkju
Fréttir
Í gær

Segir að hvorki Kópavogsbær né tryggingar vilji axla ábyrgð eftir að skólp flæddi inn á heimili fjölskyldunnar – „Ég er á kafi í skít í orðsins fyllstu“

Segir að hvorki Kópavogsbær né tryggingar vilji axla ábyrgð eftir að skólp flæddi inn á heimili fjölskyldunnar – „Ég er á kafi í skít í orðsins fyllstu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tugir íslenskra barna fá offitulyf

Tugir íslenskra barna fá offitulyf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar konur við öfugugga í Öskjuhlíð – „Var á fullu að athafna sig“

Varar konur við öfugugga í Öskjuhlíð – „Var á fullu að athafna sig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarlögregla og starfsmenn tæknideildar lýstu aðkomunni í Barðavogi

Rannsóknarlögregla og starfsmenn tæknideildar lýstu aðkomunni í Barðavogi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þessi börn eru að fá að hitta ömmu sína og afa einu sinni á ári í kannski klukkutíma“

„Þessi börn eru að fá að hitta ömmu sína og afa einu sinni á ári í kannski klukkutíma“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Díana bjó á götunni 11 ára í daglegri neyslu – „Segi stundum að ég hafi búið meðal róna og dóna“

Díana bjó á götunni 11 ára í daglegri neyslu – „Segi stundum að ég hafi búið meðal róna og dóna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðafólki komið til aðstoðar við Pétursey og á Fjarðarheiði

Ferðafólki komið til aðstoðar við Pétursey og á Fjarðarheiði