fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Haldið sofandi eftir magaermiaðgerð – Annað alvarlega tilvikið á árinu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. febrúar 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok janúar var kona á sjötugsaldri lögð inn á Landspítalann vegna fylgikvilla eftir magaermiaðgerð. Þetta er annað tilvikið á stuttum tíma þar sem einstaklingur leitar til Landspítalans vegna alvarlegra fylgikvilla eftir magaminnkunaraðgerðir.

Þann 4. janúar síðastliðinn lést 37 ára gömul kona á Landspítalanum eftir að hún undirgekkst magaminnkunaraðgerð hjá einkafyrirtækinu Gravitas, sem er í eigu Auðuns Sigurðssonar læknis, þar sem framkvæmdar eru magabands- og magaermiaðgerðir.

Konan sem lést fór í magaermiaðgerð 28. febrúar 2016. Auðunn Sigurðsson sagði í forsíðufrétt Fréttablaðsins 24. janúar síðastliðinn að konan hefði fengið þekkta hliðarverkun vegna aðgerðarinnar, sem síðan hefði gengið til baka eftir meðferð. Sagðist hann engar upplýsingar hafa um meðferð hennar fyrir áramót á Landspítalanum, en konan var lögð þar inn nokkrum dögum fyrir jól.

Samkvæmt heimildum DV er Auðunn ekki vel liðinn af læknum á Landspítalanum og fær ekki að koma þar inn.

Magaermiaðgerð kostar 1.500.000 krónur. Aðgerðin minnkar magann um 75–80% og verður maginn eins og ermi eða banani í laginu.

Annað alvarlegt tilvik á stuttum tíma

Konan sem liggur núna inni á Landspítalanum er á sjötugsaldri og er henni haldið sofandi.

Forsvarsmenn Landspítalans gátu ekki tjáð sig um einstök atvik þegar eftir því var leitað. Fyrirspurn sem send var 8. febrúar síðastliðinn um hvort algengt væri að sjúklingar leiti til Landspítalans vegna fylgikvilla af völdum magaminnkunaraðgerða hefur enn ekki verið svarað þrátt fyrir ítrekun.

Skylda að tilkynna óvænt atvik til Landlæknis

Samkvæmt lögum skal tilkynna óvænt atvik í heilbrigðisþjónustunni tafarlaust til Landlæknis sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu í landinu. Skal Landlæknir rannsaka slík atvik til að finna á þeim skýringar og tryggja að þau eigi sér ekki stað aftur.

Tilvik konunnar sem lést 4. janúar síðastliðinn var tilkynnt til Landlæknis bæði af Landspítalanum og ættingjum konunnar. Konan var krufin, en samkvæmt heimildum DV tekur 6–8 mánuði að fá niðurstöður úr krufningunni og lesa úr gögnum.

Báðar konurnar fóru í magaermiaðgerðina hjá Gravitas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“