fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Samtök exemsjúklinga fordæma Skaupið: „Ekkert grín að takast á við exem og okkur er ekki hlátur í huga“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 5. janúar 2018 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklinga, fordæma að gert hafi verið grín af þeim sem þjást af exemi í Áramótaskaupinu. Samtökin segja það ekkert grín að vera með exem. Höfundar Skaupsins léku sér að því að skammstöfun Miðflokksins væri X-M, eða exem. Formaður Spoex, Ingvar Ágúst, er afar ósáttur við þetta atriði og hefur birt harðorða yfirlýsingu á heimasíðu Spoex. Þá hefur DV heimildir fyrir því að fjölmargir sem kljást við psoriasis og exem séu rjúkandi illir vegna þessa atriðis. Þá ræddi DV við fólk á skrifstofu Spoex sem var allt annað en hlátur í huga eftir atriðið.

„Það er ekkert grín að takast á við psoriasis- og exem og okkur er ekki hlátur í huga,“ sagði einn heimildarmaður DV sem vildi ekki láta nafn síns getið en er meðlimur í Spoex. Þá gagnrýnir stjórn Spoex harðlega að gert sé grín af veikindum fólks.

„Venja er í áramótaskaupi allra landsmanna að gera gys að nafntoguðum einstaklingum af margskonar ástæðum. Þetta eru einstaklingar sem hafa verið áberandi í þjóðfélagslífinu og eiga eitt sameiginlegt. Gert er gys að verkum þeirra,“ segir í stöðufærslu samtakanna á Facebook.

Samtökin segja að margir finni fyrir kvíða og þunglyndis vegna sjúkdómanna og sé því ekki hlátur í hug. „Mörgum kann að þykja fyndið að hlæja að þeim sem eru með líkamlega ágalla, líkt og exem, en eitt skal áréttað. Þeir sem þjást af sjúkdómum finnst ekki gaman að vera með þá og upplifa mikla fordóma og skilningsleysi annarra sem hafa ekki sjúkdóminn. Það að vera með psoriasis og exem er erfitt og margir hverjir finna fyrir kvíða eða þunglyndi í kjölfar slíkra einkenna,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.

Exemsjúklingar segja að grín Skaupsins hafi verið fordómafullt:

„Stjórn Spoex harmar þá málsmeðferð sem exemsjúklingar fengu í áramótaskaupinu og telur það ekki vera í anda þess samfélags sem síðustu samfélagslegu byltingar hafa boðað, þar sem hver og einn er hvattur til að vera stoltur, óháð líkamsgerð. Samfélag án allra fordóma er eitthvað sem við öll stefnum að.“

Hér má sjá hið umdeilda atriði:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag