fbpx
Mánudagur 08.ágúst 2022
Fréttir

Einni grein útrýmt vegna sjálfvæðingar

Er starfsgreinin þín næst til að vera lögð niður?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. apríl 2017 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framfarir í sjálfvirkni í störfum höggva í auknum mæli skarð í notkun mannlegs vinnuafls, en þess eru fá dæmi að ákveðinn geiri leggist af með öllu.

Árið 1950 var gerð ítarleg skrá yfir 270 starfsgreinar sem birtust í skýrslu bandaríska ríkisins (US Census). Samkvæmt greinargerð hagfræðingsins James Bessen við Harvard-háskóla hefur eingöngu ein þessara starfsgreina orðið sjálfvirkninni með öllu að bráð: starf lyftustjóra.

Ritsíminn fékk líka að fjúka

James komst að því að aðeins þessi starfsgrein hefði þurrkast út sökum tæknisjálfvirkni, en fleiri geirar af þessum 270 hafa að einhverju leyti þurft að lúta í lægra haldi síðan 1950 af öðrum ástæðum en tækniframförum. Sem dæmi má nefna að lítil eftirspurn er eftir starfsfólki á gamaldags gistihúsum á þessum tímum hótelkeðja og skýjakljúfa.

Dvínandi eftirspurn á þannig sinn þátt í að útrýma störfum og einnig úrelding tækni – þegar tækni leggst alveg af, frekar en að eignast eiginlegan arftaka. Í því sambandi má nefna ritsímann, en þeir sjást vart nú á dögum og atvinna í kringum þar af leiðandi enn síður.

Sérþjálfað fólk þurfti til að annast ritsímastörf. Róbótar eru hins vegar ekki sekir um að hafa útrýmt þeirri atvinnugrein.
Ritsími Sérþjálfað fólk þurfti til að annast ritsímastörf. Róbótar eru hins vegar ekki sekir um að hafa útrýmt þeirri atvinnugrein.

Það eru afgerandi líkur á að þessi þróun, sem hefur átt sér stað síðast liðna sex áratugi, haldi áfram á næstu árum og áratugum. Jafnvel þótt velflestar atvinnugreinar geti verið sjálfvæddar upp að vissu marki, fyrir tilstilli tæknilegra framfara, er starf lyftustjórans einsdæmi.
„Þessi munur er mjög mikilvægur, því hann hefur afar ólíkar efnahagslegar útkomur í för með sér,“ segir í grein eftir James Bessen. Hann bætir við að atvinna geti aukist, sé tiltekin starfsgrein að hluta til sjálfvædd – þó að hún minnki auðvitað sé sjálfvæðingin 100 prósent.

Á þessari skopgerð af hinu fræga málverki „Sköpun Adams“ eftir ítalska málarann Michelangelo er hendi Guðs skipt út fyrir vélræna hönd. Leiða má líkur að því að þarna séu vélmennin að ögra almættinu – og ætli sér að taka völdin.
Róbótar taka völdin Á þessari skopgerð af hinu fræga málverki „Sköpun Adams“ eftir ítalska málarann Michelangelo er hendi Guðs skipt út fyrir vélræna hönd. Leiða má líkur að því að þarna séu vélmennin að ögra almættinu – og ætli sér að taka völdin.

Útkoman jákvæð eða neikvæð

Þó er óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér, hvort fleiri atvinnugreinar víki alveg fyrir róbótum. Þegar framfaraskeiðið í vefnaðariðnaði átti sér stað á dögum iðnbyltingarinnar, hafði sjálfvæðingin jákvæð áhrif í för með sér. Eitt leiddi af öðru: verð á vefnaðarvöru snarféll, sem jók almennt framboð, sem kallaði á aukna atvinnu til að anna þessari nýju eftirspurn. Þ.e. atvinnulífið efldist samhliða vélvæðingunni.

Þetta varð raunin í vefnaðariðnaðinum á sínum tíma, en líklegt er að áhrif örrar tækniframþróunar 21. aldarinnar muni hafa öfug áhrif í för með sér.

Heimild: Quartz Media.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir eru velkomnir á spænskar strendur segja spænsk stjórnvöld – Auglýsingaherferðin hneykslar

Allir eru velkomnir á spænskar strendur segja spænsk stjórnvöld – Auglýsingaherferðin hneykslar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varað við hættum á gosstöðvunum – Einstaka ferðamenn urðu sárir í nótt og í gær

Varað við hættum á gosstöðvunum – Einstaka ferðamenn urðu sárir í nótt og í gær
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Tveir breskir lögreglumenn grunaðir um manndráp – Lömdu og skutu 93 ára heilabilaðan mann með rafbyssu

Tveir breskir lögreglumenn grunaðir um manndráp – Lömdu og skutu 93 ára heilabilaðan mann með rafbyssu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sara orðlaus yfir hroka og dónaskap þeirra sem fóru að eldgosinu – „Hver ól þau upp?“

Sara orðlaus yfir hroka og dónaskap þeirra sem fóru að eldgosinu – „Hver ól þau upp?“