fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Jón Heiðar gaf fátækri konu allt sem hann átti: Nokkrum dögum síðar gerðist kraftaverk – „Trúi ekki á tilviljanir“

Þúsundir Íslendinga hafa ekki efni á að halda jól – Álag, kvíði og niðurlæging – „Afskaplega niðrandi að þurfa að reiða sig á náðir annarra til að geta veitt börnunum sínum það sem þau eiga skilið“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 20. desember 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi íslenskra fjölskyldna hefur ekki efni á að halda heilög jól nú í ár. Stór hluti hópsins eru mæður á örorkubótum sem sjá ekki aðra lausn en að leita á náðir hjálparstofnana eða Facebook fyrir hátíðarnar. Þær lýsa skömm og niðurlægingu vegna aðstæðna sinna en einnig þakklæti fyrir gjafmildi og náungakærleika Íslendinga sem virðist vera allsráðandi í desember. DV ræddi við nokkrar þessara kvenna en allar eiga þær það sameiginlegt að vilja gera hvað sem er til þess að börn þeirra þurfi ekki að líða skort á jólunum.

Góðverkið borgaði sig

Jón Heiðar Reynisson þekkir það af eigin raun að þurfa að treysta á gjafmildi annarra til að geta dregið fram lífið. Saga Jóns Heiðars endar hins vegar vel og er það í fyrsta skipti í ár sem hann sér fram á að geta haldið jól án aðstoðar.

Jón Heiðar greindist með flogaveiki árið 1987 og hefur ekki getað haldist á vinnumarkaðnum vegna kastanna sem fylgja sjúkdómnum. „Fjölskylduhjálpin og mæðrastyrksnefnd héldu hreinlega í mér lífinu í mörg ár. Án þeirra veit ég ekki hvað hefði orðið um mig. Áður en ég fór til þeirra þá lifði ég á tímabili á engu nema kaffi og sykri og var dottinn niður í 45 kíló. Ég hugsaði ekki um þetta sem ölmusu, í mínum augum var þetta það eina sem ég gat gert til að lifa af,“ segir Jón Heiðar, en hann vinnur í dag sem sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálpinni. „Ég er að reyna að segja takk fyrir mig. Ég get ekki sagt það á neinn annan hátt.“

Fyrr í haust hafði Jón Heiðar náð að skrapa saman 30 þúsund krónum. Þá fékk hann það sterklega á tilfinninguna að þeim peningum væri betur varið í þágu annarrar manneskju. Hann sendi alla peningana til konu í Danmörku sem hann vissi að átti ekki til hnífs og skeiðar.

„Ég hafði ekki verið í miklum samskiptum við hana áður og ég veit ekki alveg af hverju ég fékk þetta svona á tilfinninguna. Ég vissi að hún þurfti meira á þessu að halda en ég. Ég gerði þetta ekki með neinni eftirsjá enda er ég er viss um það að ef þú gerir einhverjum gott þá muntu fá það til baka.

Nokkrum dögum síðar fékk hann hringingu frá Happdrætti Háskólans og var boðið að taka þátt. Hann var þá nýbúinn að leggja á dóttur sína í Danmörku.

„Ég trúi á forlögin og ákvað í hvelli að ef það væri til ákveðið númer þá myndi ég nota það til áramóta. Það númer var ekki til þannig að ég lagði tölurnar saman og fékk þversummuna af því og bætti við aftast. Sú tala var til.

Almættið var með Jóni Heiðari; hann vann 160 þúsund krónur út á númerið. Hann sér því fram á að geta haldið jól í ár.

„Raunin er sú að þetta kom mér ekki á óvart. Ég trúi ekki á tilviljanir í þessu lífi þegar guð er annars vegar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“