fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Stórfyrirtæki hætta að auglýsa á YouTube

Auglýsingarnar á undirsíðum þar sem barnaníðingar vaða uppi

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 24. nóvember 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór fyrirtæki hafa hætt að auglýsa á myndbandavefsíðunni YouTube eftir að auglýsingar þeirra birtust við myndbönd sem barnaníðingar nota í annarlegum tilgangi.

Vefútgáfa breska blaðsins Guardian fjallar um þetta og segir að fyrirtæki á borð við Mars, Cadbury, Lidl, Deutsche Bank og Adidas séu í hópi þessara fyrirtækja.

Á YouTube eru þúsundir undirsíðna sem sýna meðal annars þekktar persónur úr barnaefni í kynferðislegum athöfnum. Þá koma ung börn fram í öðrum myndböndum sem ætluð eru öðrum börnum. Í umfjöllun Guardian eru þúsundir notenda á YouTube sem skrifa kynferðislegar athugasemdir við þessi myndbönd og hvetja jafnvel börn til að birta kynferðisleg myndbönd.

YouTube hefur legið undir mikilli gagnrýni að undanförnu fyrir að bregðast ekki nógu skjótt við umkvörtunum notenda. Talsmaður Mars segir að fyrirtækinu sé mjög brugðið að auglýsingar þess hafi birst við þessi myndbönd þar sem barnaperrar vaða uppi í athugasemdakerfi síðunnar. Það sé algjörlega óásættanlegt og þar til þetta lagist muni fyrirtækið ekki auglýsa á síðunni.

Talsmenn hinna fyrirtækjanna taka í sama streng; talsmaður Deutsche Bank segir að fyrirtækið taki þessu mjög alvarlega og talsmaður Lidl segir að augljóst sé að forsvarsmenn YouTube hafi ekki tekið ábendingunum nógu alvarlega.

Forsvarsmenn YouTube segjast hafa gripið til aðgerða en víða virðist pottur brotinn hvað þetta varðar. Sjálfboðaliðar, sem tilkynna efni til forsvarsmanna síðunnar, segja við BBC að enn séu líklega 50 til 100 þúsund óæskilegir aðgangar virkir á síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út