Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins áttu fund í dag þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Logi berst nú ótrauður fyrir myndum vinstri stjórnar þrátt fyrir að upp úr þeim viðræðum hafi slitnað fyrir skömmu og VG sé nú í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.
Í færslunni sem fylgir myndinni stillir Logi upp möguleikum á 5 til 6 flokka stjórn með Flokk fólksins innanborðs. Um leið setur hann þrýsting á Vinstri græn og formann þeirra, Katrínu Jakobsdóttur:
„Við Inga áttum gott samtal um brýn verkefni næstu ára. Við eigum bæði rætur í jafnaðarhugsjóninni og rennur til rifja fátækt, misskipting og veik almannaþjónusta.
F væri opinn fyrir því að ræða stjórnarmyndun frá miðju til vinstri.
Þetta væri óvenjulegt en ég er sannfærður um að það er rétta svarið til að koma hér á félagslegum og pólitískum stöðugleika.
Saman hefðu VBSPCF 40 þingmenn en þeir væru 32 án B.
Eins og sagt er í skákinni; VG á leik!“