fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Miðill blandar sér í leitina að Tinnu: „Ég heyrði talað um tanka, stóra tanka“

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 3. janúar 2017 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leitin að tíkinni Tinnu var framhaldið í kl. 11 dag en þá er gert ráð fyrir að um 50 manns muni byrja að leita. Eigendur hundsins hafa boðið 200 þúsund krónur í fundarlaun handa þeim sem hefur uppi á Tinnu. Í gærkvöldi er áætlað að um 100 manns hafi leitað í Keflavík þar sem talið var að sést hafi til hennar við Nettó í Krossmóum. „Við höfum áður haldið skipulagðar leitir, sem skilað hafa árangri, en aldrei neitt í líkingu við þessa, segir Guðfinna Kristinsdóttir, ein af forsvarsmönnum Hundasamfélagsins á Facebook. Rúmlega 21 þúsund manns eru meðlimir í grúbbunni. Þar er leitin að Tinnu mál málanna og er óhætt að segja að samstaða hundavina sé aðdáunarverð.

Skipt upp í hópa

Þeir sem bjóða sig fram til leitarinnar að Tinnu hefur verið skipt niður í skipulagaða hópa sem fá ákveðin svæði til þess að leita á. „Það voru spor sem leiddu hóp í átt að Reykjavík á nýársdag, þannig að einn hópur var sendur til Keflavíkur, einn í Hafnarfjörð og einn frá álverinu. Fjórði og seinasti hópurinn fór um Reykjanesið,“ segir Guðfinna. Meðlimir grúbbunnar senda inn tilkynningar um hvar þeir hafi farið út að ganga á svæðinu, iðulega með hunda sína. Þá hafa einstaklingar boðist til þess að kemba stór svæði með hjálp dróna. Þessi mikli áhugi einstaklinga til þess að taka þátt í leitinni hefur orðið til þess að í bígerð er að stofna sérstaka björgunarsveit fyrir hunda.

„Mér þykir það alveg rosalega leiðinlegt“

Eigendur Tinnu, Andrea Björnsdóttir og Ágúst Ævar Guðbjörnsson hafa leitað linnulaust að tíkinni sinni frá hvarfi hennar. Í nýjasta pósti Andreu kemur fram að tímarnir sem þau hafi sofið frá því að Tinna týndist séu teljandi á fingrum annarrar handar. Eljan og ákveðnin hefur verið slík að á kvöldi nýársdags voru björgunarsveitir sendar út til þess að leita að Andreu eftir að hún hafði ekki skilað sér til byggða. „Ég var að rekja spor í nágrenni við Voga á Vatnsleysuströnd og var búin að vera lengi að. Ég sneri tilbaka þegar myrkur skall á en þá lenti ég í því óhappi að detta og snúa á mér löppina. Það hægði talsvert á mér og því var ég mun lengur að komast til byggða. Ég hélt að fólk vissi að ég væri að leita að Tinnu í hrauninu. Ég er er svo þrjósk að ég ætlaði að finna hana,“ sagði Andrea í samtali við DV í gær.Engin hætta var á ferðum því Andrea vissi alltaf hvar hún var stödd. „„Ég fékk algjört sjokk þegar ég heyrði að þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir hefðu verið ræstar út til þess að leita mér. Mér þykir það alveg rosalega leiðinlegt,“ sagði Andrea enn fremur.

Vinna að appi til að leita að týndum hundum

Kaldhæðni örlaganna er sú að Ágúst og Andrea hafa verið að vinna að þróun smáforrits sem hjálpar til við leit að týndum hundum. „Vinnan við appið hefur verið í gangi í rúmt ár og er alveg að klárast. Ágúst og Andrea gáfu vinnuna sína auk þess sem að þau gáfu okkur líka heimasíðuna hundasamfelagid.is. Það gerast ekki betri hundaeigendur en Ágúst og Andrea. Þetta er hryllilegt og ég get ekki lýst því hvað ég finn til með þeim,“ segir Guðfinna.

Miðill stígur fram

Ábendingar Halldóru Eyfjörð hafa vakið mesta athygli í Hundasamfélaginu. Halldóra kveðst vera skyggn og hefur verið dugleg að senda inn vísbendingar. „Ég heyrði talað um tanka, stóra tanka. Ég veit ekki hvernig tanka, olíu eða vatnstanka,“ segir Halldóra. Þegar leitendur biðja um frekari upplýsingar segir Halldóra: „Bara mikið gras og fjara. Sorry, ég er að reyna að fá að vita meira en þeir þarna hinum megin gefa ekki alltaf góð svör.“

Í öðrum þræði bendir Halldóra á að hún sjái glitta í eitthvað rautt, sem gæti verið húsþök. Mögulega hjá Ásbrú eða gömlu hermannablokkirnar. Þá kemur fram að dóttir Halldóru sé einnig skyggn og hún hafi sterka tilfinningu fyrir því að Tinna sé nálægt fjöru eða vatni og sé köld og hrædd. „Hún sér hana ganga í hringi en hún sé á lífi,“ segir Halldóra. Sitt sýnist hverjum um þessar ábendingar Halldóru, sumir taka þær alvarlega á meðan aðrir leggja ekki mikinn trúnað í þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr þjónustusamningur við Sólheima

Nýr þjónustusamningur við Sólheima
Fréttir
Í gær

Anna Kristjáns: Þess vegna eru íbúar á Tenerife búnir að fá nóg af túristum

Anna Kristjáns: Þess vegna eru íbúar á Tenerife búnir að fá nóg af túristum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“ 

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“