fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Rakel fann Tinnu en eigendurnir íhuga að gefa björgunarsveit fundarlaunin

Segja hryllilegt að hugsa til þess að einhver hafi drepið Tinnu

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 27. janúar 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var mikið áfall að fá þær fréttir að Tinna hefði fundist og þá sérstaklega með þessum hætti. Það er augljóst að einhver hefur komið henni þarna fyrir og haft fyrir því að setja þungan stein ofan á hana. Það er í raun hryllilegt til þess að hugsa að einhver hafi mögulega vitað um afdrif Tinnu allan þennan tíma á meðan hundruð einstaklinga voru úti að leita, jafnvel allan sólarhringinn. Það er ótrúleg mannvonska,“ segir Ágúst Ævar Guðbjörnsson, annar eigenda Tinnu.

DV birti í morgun viðtal við Rakel Björk Pétursdóttur sem gekk fram á hræ Tinnu í byrjun vikunnar. „Aðkoman var frekar ógeðfelld og ég barðist eiginlega við tárin. Ég lokaði augum hennar og munni til þess að bærilegra væri fyrir eigendurna að sjá hana. Ég er bara fegin að ég var með yngsta barnið mitt með mér en ekki dætur mínar sem eru 4 og 5 ára gamlar. Ég hefði ekki viljað að þær yrðu vitni að þessu,“ sagði Rakel Björk, sem að eigin sögn er mikill dýravinur en hún á tvo ketti og einn hund. Þá kom fram í viðtalinu að hún sæktist eftir fundarlaununum sem í boði voru, 300 þúsund krónum.

Rakel Björk gekk fram á hræ tíkurinnar þegar hún var í göngutúr með þriggja mánaða son sinn.
Rakel Björk Pétursdóttir Rakel Björk gekk fram á hræ tíkurinnar þegar hún var í göngutúr með þriggja mánaða son sinn.

Að sögn Ágústar Ævars hefur lögreglunni verið gert viðvart varðandi fund hræsins og nú er verið að reyna að fá upptökur úr myndavélum í nærliggjandi húsum til þess að varpa ljósi á málið. Þá hafa eigendur Tinni í hyggju að koma fundarlaununum á góðan stað. „Við erum að íhuga að greiða fundarlaunin til Björgunarsveitarinnar á Suðurnesjum. Hjálp þeirra var ómetanleg,“ segir Ágúst Ævar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“