fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fréttir

Fundu illa brunnið konulík í garðinum – Grunur leikur á að húsráðendur hafi myrt au pair fjölskyldunnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. september 2017 06:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illa brunnið konu lík fannst í garði íbúðarhúss í Lundúnum aðfaranótt fimmtudags. Grunur leikur á að líkið sé af au pair einnar fjölskyldunnar sem býr í húsinu. Húsráðendur eru í haldi lögreglunnar, fertugur karlmaður og 34 ára kona, grunuð um að hafa myrt konuna.

Líkið er svo illa farið að sögn breskra fjölmiðla að beðið er eftir niðurstöðum réttarmeinafræðinga á hvort um karl eða konu sé að ræða. Telegraph segir að nágrannar fjölskyldunnar, sem býr í einu af betri hverfum borgarinnar, séu þess fullvissir að líkið sé af Sophie Lionnet, 21 árs frá Frakklandi sem starfaði sem au pair hjá fjölskyldunni.

Lionnet er frá Troyes í norðausturhluta Frakklands. Hún er sögð hafa starfað hjá fjölskyldunni í 20 mánuði en hún kom til Englands til að læra ensku. Nágrannar höfðu ekki séð til hennar síðan í ágúst. Telegraph hefur eftir vini hennar að hún hafi verið óhamingjusöm um tíma og hafi átt að fljúga heim til Frakklands á mánudaginn en hafi ekki skilað sér heim.

Blaðið segir að konan, sem var handtekin vegna málsins, heiti Sabrina Quider og sé fyrrum unnusta þekkts manns í tónlistarheiminum en sá búi nú í Bandaríkjunum. Hún er sögð vera hönnuður og förðunarmeistari. Hún á tvö börn, annað með tónlistarmanninum. Núverandi unnusti hennar er af fransk-alsírskum ættum.

Nágrannar segjast hafa séð reyk stíga upp frá garðinum á miðvikudagskvöldið og grunar að þá hafi þau handteknu verið að brenna líkið en daginn áður hafði verið kvartað undan slæmri lykt í húsinu en húseigandum tókst ekki að finna upptök lyktarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Augnablikið þegar kafbáturinn féll saman – Eiginkonan: „Hvaða hvellur var þetta?“

Augnablikið þegar kafbáturinn féll saman – Eiginkonan: „Hvaða hvellur var þetta?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslenskur leigusali í miklum vanda og óttast um aleiguna – „Leigjandi minn er fíkill“

Íslenskur leigusali í miklum vanda og óttast um aleiguna – „Leigjandi minn er fíkill“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir
Fréttir
Í gær

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur
Fréttir
Í gær

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“
Fréttir
Í gær

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið
Fréttir
Í gær

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Í gær

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu