fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Gunnar, Haraldur og Jón Viðar funda í hádeginu: Kæra líklega bardagann – „Ætlum ekki að hafa lágt um þetta“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 18. júlí 2017 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Nelson, Haraldur Dean faðir hans og Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis munu hittast núna í hádeginu og ræða það hvort að augnpot Santiago Ponzinibbio í bardaganum á sunnudagskvöld verði kært til UFC, sambands blandaðra bardagalista. Þetta staðfestir Jón Viðar í samtali við DV.

Gunnar Nelson tapaði bardaganum eftir rothögg í fyrstu lotu en eins og glöggt má sjá á myndböndum potar Ponzinibbio í auga Gunnars þrisvar sinnum.

Aðspurður segir Jón Viðar að Gunnar og hans fólk ætli „ekki að hafa lágt um þetta.“ Mjölnismenn hafa verið iðnir við að pósta myndum og myndskeiðum af augnpoti Argentínumannsins á Facebook síðu sinni. Þá hefur félagið skorað á UFC að láta endurtaka bardagann.

Jón Viðar sagði á Facebook-síðu sinni í gær:

„Potar 3 svar í augað á Gunna. Þetta er hrikalegt! REMATCH!“

DV náði tali af Jóni Viðari sem í hádeginu fundar með þeim feðgum, Gunnari og Haraldi. Segir Jón Viðar að þar verði farið yfir næstu skref en líklegt er að þeir kæri bardagann enda ljóst að Argentínumaðurinn beitti bolabrögðum til að sigra Gunnar Nelson.

„Við ætlum ekki að hafa lágt um þetta. Þetta var óheiðarlegt og á ekki að sjást í þessari íþrótt.“

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið þar sem búið er að taka saman hvernig Argentínumaðurinn svindlar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm