fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Bæjarins beztu skella í lás

Staðurinn í Kringlunni lokar – Noodle Station tekur við

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 9. júní 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pylsuunnendur ráku upp stór augu í vikunni þegar að við þeim blasti voldu krossviðarplata þar sem áður var sölugluggi Bæjarins beztu. „Við erum búin að loka þessu útibúi og það var einfaldlega vegna þess að salan olli vonbrigðum,“ segir Baldur Ingi Halldórsson, framkvæmdastjóri Bæjarins beztu í samtali við DV. Hann útilokaði ekki að leiðir Bæjarins beztu og Kringlunnar myndu skarast aftur síðar. „Við munum alltaf hafa áhuga á að reka sölustað í Kringlunni og munum hafa augun opin,“ segir Baldur Ingi.

Eftir lokunina í Kringlunni reka Bæjarins beztu fimm sölustaði. Í Smáralind, Holtagörðum, Skeifunni, Breiddinni og hinn geysivinsæla söluturn á Tryggvagötu sem hefur öðlast sess sem ein helsta „ferðamannaperla“ höfuðborgarsvæðisins.

Baldur Ingi segist ánægður með gengi staðanna og segir að ekki séu fleiri breytingar í vændum. „Það standa yfir breytingar á aðstöðunni okkar í Skeifunni þar sem að Krispy Kreme-staður mun opna við hliðina á okkur. Síðan er byrjað að tala aftur um Sundabraut og þá verður staðsetningin í Holtagörðum frábær,“ segir Baldur Ingi.

Ráðgert að veitingastaðurinn Noodle Station muni hefja rekstur í rýminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Viðraði vel til loftmyndatöku

Viðraði vel til loftmyndatöku