fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Breskur fjölmiðill fjallar um Ingólf: „Það er verið að reyna að skemma okkar mannorð“

The Independent greinir frá því að Ingólfur hafi vísað breskum ferðamanni frá þar sem Bretland væri ekki lengur í Evrópusambandinu.

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 22. maí 2017 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski fjölmiðilinn the Independent greinir frá því að íslenska leiðsögufyrirtækið Tröllaferðir hafi sagt tilvonandi ferðamanni til Íslands, Jenny Skates, að hún gæti ekki farið í ferð með félaginu þar sem Bretland væri ekki lengur í Evrópusambandinu.

The Independent birtir skjáskot af samskiptum Skates við Ingólf Axelsson, eiganda leiðsögufyrirtækisins, þar að hann segir henni að hún verði að bíta í það súra epli, eða einfaldlega „tough luck“. Ingólfur hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir að hafa ítrekað reynt að klífa Everest-fjall.

Ingólfur kom af fjöllum þegar DV spurði hann um umfjöllun Independent, þrátt fyrir að vitnað sé í hann í greininni. „Þetta bara passar ekki. Þetta er útúrsnúningur. Það er verið að reyna að berja á okkur einhvers staðar, ég veit ekki alveg hver. Það er verið að reyna að skemma okkar mannorð. Ísland er utan Evrópusambandsins svo ég skil ekki alveg hvernig við ættum að vera á móti einhverjum utan Evrópusambandsins. Þetta er mjög skrítið mál. Það er smá lykt af þessu eins og það sé verið að koma einhverju á okkur. Við höfum allt okkar á hreinu og bjóðum alla velkomna. Þetta er að öllum líkindum einhver starfsmaður sem er óánægður,“ segir Ingólfur.

Í grein Independent er haft eftir Skates að hún hafi í fyrstu talið að Ingólfur væri að grínast. Hún bendir honum á að Bretland sé enn í Evrópusambandinu en fékk ekkert svar. The Independent hafði samband við Ingólf og hefur blaðið eftir honum að hann hafi ætlað að slá á létta strengi og gera grín af Brexit, úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hann fullyrðir að Skates hafi sent skilaboðin utan skrifstofutíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum