Athöfnin fór fram samhliða hátíðarkvöldverði til heiðurs forseta Íslands
Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins, var í gærkvöldi sæmdur konunglegri riddaraorðu úr hendi Haralds fimmta Noregskonungs. Athöfnin var hluti af hátíðarkvöldverði í konungshöllinni sem haldinn var til heiðurs íslensku forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannesssyni og Elizu Reid, sem eru í tveggja daga opinberri heimsókn þar ytra.
Um er að ræða mikinn heiður fyrir Þóri sem svo sannarlega hefur unnið hug og hjörtu norsku þjóðarinnar með frábærri frammistöðu norska kvennaliðsins. Vegsemdin sem Þórir hlaut heitir á norsku: „Ridder av første klasse av Den Kongelige Norske Fortjenstorden“ og er einu virðingarþrepi ofar en riddaragráða.